Ég var að hugsa um nemendur skólans míns og hvernig við lítum á þá. Þetta eru liðlega 750 krakkar, öflugir og flottir upp til hópa, samviskusöm með skólasókn og skil og allt það.
Þau eru mörg hins vegar svolítið hirðulaus um dótið sitt, mötuneytið og fleira slíkt en örfá eru óttalegir dónar hvort sem er í umgengni eða hirðusemi.
Svona orð nemendur, - nemendur grunnskóla, nemendur í Setbergsskóla, nemendur í framhaldsskóla, háskóla, ensku í Hafnarfirði. Hvað merkir þetta og hvað eiga þeir sameiginlegt sem gerir okkur mögulegt að stimpla þá sem heild?
Sama gildir s.s. um Reykvíkinga, Hafnfirðinga, múslima, hindúa, FH-inga, Valsara.
Samt eru þess hugtök okkur harla frjáls á tungu og við tilbúin að stimpla þessa KR inga sem óttalegt lið. Ég man að verstu hrekkjusvínin á Melunum í den voru KR ingar. Vitaskuld.
Víkingar réðu Fossvoginum og voru væntanlega hrekkjusvínin þar, Framarar í Hlíðunum og Þróttarar í Vogunum. Þannig að ef maður hafði vit og þroska til að vera ekki KRingur þá var maður fórnarlamb í Vesturbænum. Sama gilti væntanlega í öðrum hverfum á annan hátt. Sú saga gengur fjöllum hærra hér í Hafnarfirði um Vesturbæinga hér að þeir hafi verið flugsynd kvikindi sem gerðu ítrekaðar tilraunir til að drekkja aðkomufólki, s.s. ofan af Hrauni, Holti eða maður tali ekki um Garðbæinga.
Stimplar eru mjög erfiðir og einhæfir. Maður þarf að passa sig verulega þó þeir séu þægilegir. Vitaskuld er voðalega gott á stóru sundmóti að flokka menn eftir félögum og búningum.
Kannski væri það ráð á þingi? Að setja menn í júniform. Myndi það efla samstöðuna eða er það óþarfi?
Mér dettur raunar í hug þegar ég er á leik í Krikanum og horfi á t.d. FH inga í hvítu búningunum að heimskúltúristinn Billy Connolly sagði að maður ætti aldrei að vera í einkennisbúningi því sá sem væri í búningi hefði alltaf tilhneigingu til að kúga þá sem ekki væru í búningi. Athyglisvert.
En svona er það líklega.
Ég pældi mikið í svona merkimiðum/stimplum núna í haust, þegar það var ekki lengur töff að vera Íslendingur í Bretlandi. Skyndilega var ég hætt að láta eins mikið á því bera- hætt að monta mig. Eftir tvö ár af því að tilheyra svölustu þjóð í heimi, þá var ég skyndilega merkt: gjaldþrota.
SvaraEyðaStimplar eru eitthvað sem í "útópinunni" myndu ekki vera til, en maður merkir alla ósjálfrátt, enda er það þægileg leið til að átta sig á hlutum og setja fólk í flokka.
Ég á í mestu vandræðum þegar fólk fellur í tvö flokka og ég næ ekki að samræma þá í kollinum á mér.