Ég hef gaman af því að kafa í skápinn minn og draga fram diska sem ég hef ekki sett í spilarann lengi. Stundum vekur slíkt ljúfar minningar en í önnur skipti skilur maðður varla hvað dró mann til að kaupa viðkomandi plötu. Þannig fór gamli Stand up með vini mínum Jethro Tull í tækið og maður lifandi. Þetta ryðgar ekki. Taumlaus gleði. Hins vegar stakk ég Deja vu með CSNY í tækið og eiginlega fór að gráta. Reyndar rifjaðist upp fyrir mér sú athugasemd að CSNY hefði verið farvegur fyrir þá David Crosby og Graham Nash en þeir voru (og eru - leitaðu á You Tube) frábærir söngvarar og bakraddarar. Hvorugur stóð hins vegar undir heilum plötum eða túrum.
Stills fór nærri því og Neil Young fékk að lokum nóg og snéri sér að eigin ferli. Það er reyndar æpandi ljóst að plata eins og Deja vu er varla frumleg eða nýjungagjörn og flottustu lögin á Nash,- Hollies lög af gamla skólanum.
Það var reyndar ekki skrýtið að ein platan heitir Four way street.
Annað svona dæmi er Eric minn Clapton. Það sem hann gerir vel er svo flott að ég tárast. Svo kemur flatneskjan æðandi á milli. Gamla Cream dótið sem hefur verið ofmetið og upphafið verður eins og bílskúrsband þegar maður hlustar á endurkomuplötuna. Mér fannst líka gaman að hlusta á sumt sólódótið frá George Harrison en eiginlega finnst mér minningartónleikarnir toppa allt.
Bara svona til gamans...
Ég verð nú að viðurkenna að þó svo að ég fái hroll þegar Jethro Tull er sett í tækið (og þú ert yfirleitt alltaf mjög tillitsamur varðandi það!) þá fer það ekki framhjá neinum að við systkinin erfðum tónlistarsmekk okkar beint frá þér:)Harrison Tónleikarnir finnast mér einir þeir flottustu sem ég hef séð, en það toppar enginn Bítlana að mínu mati:)
SvaraEyðaVelkomin á bloggslóðir- mér finnast foreldrar mínir alveg þeir rokkuðustu í heimi þessa dagana:)
Risa knús frá stelpunni þinni hinu megin á hnettinum:)