9.4.09

Fólkið og þjóðarviljinn

Eitt sem fer í taugar mínar fínar þessa daga og reyndar alltaf í aðdraganda kosninga er ákveðinn uppskafningsháttur í talmáli. Þannig finnst mér erfitt að Jóhanna og Steingrímur ætli að ná samkomulagi um Evrópumál sem hentar flokkunum. Þá er ég ógurlegur andstæðingur þessa stjórnlagaþings og finnst krafa fólksins þar hafa meira vægi en góðu hófi gegnir.
Hver er þessi almannavilji og krafa almennings? Hverju eru búsáhöldin að skila?
Ef hugmyndir Borgarahreyfingarinnar um vægi sitt eru réttar hví nær hún rétt um 2% fylgi en ekki meira? Svo ekki sé nú talað um Lýðræðisflokkinn sem rétt nær einu prósenti. Á meðan eru Vinstri græn, með enn sama liðið í forystu og Samfylkingin með sína atvinnupólítíkusa með tvo þriðju fylgisins. Og viti menn Sjálfstæðisflokkur með fjórðung þrátt fyrir alla ágjöfina. Hvar er krafa fólksins um breytingar í flokkakerfi?
Ef búsáhaldabyltingin endurspeglaði vilja almennings á Íslandi af hverju eru hlutföllin ekki öfug? Framsókn og sjálfstæðismenn í 5%, segjum vinstra liðið í slatta og nýju framboðin með rest?
Skýringin er held ég tvíþætt. Annars vegar er framboðstíminn of stuttur (sem var klók krafa samvinnumanna) en aðalástæðan er sú að vilji fólksins á Austurvelli, hversu mikilvægur sem hann var og sanngjarn, endurspeglaði ekki vilja almennings.
Hvers vegna eru þá stjórnarsinnar að fara eftir honum hvað varðar stjórnlagaþing þegar þeir gera í raun takmarkaðar breytingar á stefnu sinni að öðru leiti og ætla svo að ná samkomulagi sem hentar flokkunum. Flokkunum NB ekki þjóðinni?
Ég var bara að hugsa...

2 ummæli:

  1. Það þarf einhver að nokkrum í framboði orðabókarskilgreininguna á Endurnýjun og Endurvinnslu og útskýra það rækilega fyrir þeim.

    Það virðist eitthvað hafa skolast til...

    SvaraEyða
  2. Her atti ad standa thad tharf einhver ad kenna nokkrum i frambodi....

    SvaraEyða