Þessa dagana er mikil umræða um ESB málið. Hún er svo skrýtin að meira að segja ég, stuðningsmaðurinn, er hissa. Hvernig halda menn að þetta gangi fyrir sig? Við þurfum mánuði til undirbúnings, þeir þurfa að hugsa sig um hvort þeir vilji fá okkur (gleymum ekki orðsporinu), svo þarf að semja, sem tekur mánuði og loks þarf að greiða atkvæði þeirra megin og okkar um samninginn. Ferlið er einhver ár. Það er svo margt sem bíður NÚNA!
Tökum dæmi:
Peningamálastefna Seðlabankans? Í fjölda ára átti að fylgja henni og tækjum hennar en þróunin hefur ekki verið í samræmi við hana. Þá má véfengja hvort Seðlabankinn hafi gegnt hlutverki sínu.
Verðtryggingin? Í áraraðir hef ég haldið því fram að verðtryggingin væri ósanngörn. Við höfum byggt hana á þremur vísitölum sem eru svo samtengdar að hver rekur aðra áfram. Bankarnir gæta ekki hagsmuna gjaldmiðilsins. Stjórnvöld ákveða hækkanir sem fara út i vísitölurnar (t.d. á áfengi og tóbaki), gjaldmiðillinn sveiflast eins og veðurhani í roki og verðbólgan er eins og jójó. Hver getur gert áætlanir? Ég heyrði af manni sem tók 17 mio kr. lán fyrir fjórum árum. Mánaðarlega hafa verið greiddar fyrst 70 þús. kr. á mánuði og nú 130 þús. per mán.! Hafa launin hækka um 80%? Aldeilis ekki. Eftirstöðvar? 16 mio. Ef greiddar hafa verið að jafnaði 90 þús per mán. þá hefur viðkomandi greitt 4,3 mio alls. Skv. þessu hefur krónan rýrnað hressilega á þessum tíma. Og þrjú þessara ára voru uppgangstímar! Það er ekki sanngjarnt gagnvart húseigendum og þeim sem taka íbúðarlán að það sé ekki hægt að gera áætlanir fram í tímann og treysta þeim. Og alls ekki þegar mestu örlagavaldarnir í óáreiðanleikanum eru bankar og stjórnvöld. Húsnæði okkar hækkar og lækkar í verði vegna athafna stjórnvalda en ekki vegna markaðsafla.
Ég hef haldið því fram frá 1990 að íslenskum stjórnvöldum sé ekki treystandi fyrir stjórn landsins og því sé hag okkar betur borgið innan ESB sem setur þó lágmarksreglur.
Ég get rakið dæmin. Erfðagreiningarhlutabréfadellan. Stokedellan. Algjör trúnaðarbrestur gagnvart eftirlitskerfum bankanna.
Og hverju er tapað? Stór hluti náttúruauðlindanna er í höndum álhringa. Kvótinn er veðsettur af íslenskum bönkum sem hafa áframveðsett hann í erlendum bönkum. Eigum við hann ennþá?
Ég er því http://www.sammala.is/ og hef verið lengi. Ekkert sem fram hefur komið breytir þeirri skoðun minni að alþingi Íslands og ríkisstjórn sé ekki treystandi. Og mér er slétt sama um flokksskírteini.
"...íslenskum stjórnvöldum sé ekki treystandi fyrir stjórn landsins og því sé hag okkar betur borgið innan ESB sem setur þó lágmarksreglur." Heyr heyr
SvaraEyðaSandra
Sammála!
SvaraEyða