Þegar ég hef virkilega innsýn í hana þá finnst mér umræðan svo glórulaus að það hálfa væri hellingur. Í þessum óhemjugangi sem nú gengur yfir vegna innritunar í framhalsdskóla er bullið slíkt að mér ofbýður. Það var eitthavð með örum hætti í vor en oft áður. Aðalvandinn birtist því þannig að hópur öflugra nemenda var utangátta er innritun lauk. Þetta er ekki nýtt vandamál. Þetta tengist ekki afnámi samræmdra prófa. Þetta er sami vandi og vanalega en að þessu sinni lentu sterkir námsmenn í þessu en ekki nemendur með laka útkomu. Venjulega er nánast öllum sama. Núna er allt vitlaust.
Einn af pennum Moggans (Sunna, sjá miðvikudagsblað 24/6/09) talar um týnda kynslóð og að þorri nemenda vilji fara í þessa skóla sem allt snýst um. Annar (Karl Garðarsson MBL 25/6) æsir sig ógurlega vegna þess að barn hans komst ekki í skólann sem hann valdi. Sumir lýsa þessari "höfnun" sem mannskemmandi og virðast ekki vita að drjúgur hluti íslenskra unglinga hefur setið í þessari súpu fram til þessa. Hvar voru þessir mannréttindamenn þá? Þá samþykktu þeir þetta elítukerfi af því þeir reiknuðu með því að það myndi taka þeim og börnum þeirra fagnandi.
Eitt foreldri segir í Mogga (23/6) að það vilji koma barninu sínu í góðan skóla. "Ég er ekki sátt við að barnið mitt, ..., komist bara inn í einhvern menntaskóla. Við vitum að þeir eru jafnmisjafnir og þeir eru margir." Sko.
Í fyrsta lagi Ég ætla ekki að ræða hvort þessir fjórir skólar séu góðir eða ekki. Hvað er góður skóli? Hvernig verður skóli góður?
Í öðru lagi. Aðsókn í skóla segir ekki til um gæði hans hedur væntingar til hans og vinsældir hans. Það sem er vinsælt er ekki endilega gott. Er kók hollt? Er James Bond listfræðilega góð bíómynd?
Menn hafa miklar væntingar til þessara skóla. Þeir taka inn góða námsmenn eingöngu og skila flestum til stúdentsprófs á fjórum árum og flestir þeirra fara í háskóla og standa sig vel. Einhverjir klára á lengri tíma og einhverjir eru hraktir burtu. Góður skóli? Líklega. En aðallega miklar væntingar.
Annar skóli tekur inn fatlaða nemendur. Nemendur með mikla breidd í námi (frá hárri einkunn til lágrar). Skilar nemendum út á þremur árum. þremur og hálfu. Fjórum árum. Lengri tíma. Hjálpar þeim sem eiga erfitt og reynir að láta alla spila á pari. Góður skóli? Líklega. Faglegur skóli? Örugglega.
Þessi umræða er holl. Vonandi eru þeir nemendur sem eru með háar með meira bein í nefinu en svo þeir þurfi áfallahjálp. Það er kominn tími til að ræða þessi mál.

En á morgun kemur Hildur Saga svo teljaranum verður breytt í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli