Ég var á ráðstefnu FÍF og hlýddi m.a. á Kristínu Völu Ragnarsdóttur fjalla um sjálfbæran heim. Hreyfði við mér. Hún sagði m.a. að maðurinn hreyfi árlega 10x meira magn af efni en náttúran sjálf, að 25% spendýra væru á hættulista og að alvarlega væri gengið á auðlindir jarðar. Hún sýndi einnig myndbönd.
Hún benti á að hugsanagangur homo sapiens er línulegur en að náttúran fari í hringrás og viðhaldi sér sjálf.
Ég er að bíða eftir að fá aðgang að gögnunum sem hún sýndi en þar var nefndur Ervin Lazlo, píanóleikari og heimspekingur sem stofnaði Búdapestklúbbinn og bendir á að fordæmislaus máttur nútímamanna kalli á fordæmislausa ábyrgð.
Hún kenndi okkur hugtakið Cradle to Cradle og ég skora á þig að skoða þetta myndband.
The story of stuff.com er frábærlega framsettur vefur og vídeóið The story of stuff mjög upplýsandi. Hún útskýrði fyrir okkur hugtakið Vistspor eða Ecological footprint og útskýrði hvers vegna talan 350 er mikilvæg með tilvísan í Jim Hansen sem er bandarískur vísindamaður.
Og hugmyndir Alan AtKissons um sjö lögmál sjálfbærni, verga þjóðarframleiðslu (aftur hér í tónlistarformi).
Hún kallaði eftir nýrri hugsun, skapandi lausnum og benti m.a. á uppáhaldsfyrirlesara hjá ted.com sem heitir Ken Robinson og hann talar m. a. um Bítlana. Sagan segir að Paul McCartney hafi ekki þolað tónlistarkennslu og hafi almennt ekki hafa verið talinn músíkalskur. Hann og George voru saman í tónlistarbekk og leiddist. Kennarinn var með helming Bítlanna og missti af því...
En sem sé þessi námstefna var afar fræðandi og upplífgandi og þó ég þekki þessa umræðu þá lærði ég afar margt.
En niðurstaðan var að boltinn er hjá mér,- og þér. Við þurfum að taka Michael Jackson heitinn til fyrirmyndar. Say no more...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli