Stundum geta menn vakið athygli á virkilega mikilvægum
málum, skrifað verulega flottar fréttir en farið samt rangt með.
Blaðamaður á mogga skrifar grein, 23/6/2011 (bls. 23) sem
heitir „Af hlýrabolum og stuttum pilsum.“ (sjá http://www.mbl.is/bladid-pdf/2011-09-23/A2011-09-23.pdf).
Í greininni segir m.a. (Greinin í heild hér að neðan):
„konu í stuttu pilsi hafði verið hópnauðgað í
almenningsvagni og í framhaldi af því hvatti borgarstjóri Jakarta konur
borgarinnar til að hylja sig betur í almenningsvögnum, en þannig taldi hann að koma
mætti í veg fyrir að svipuð voðaverk endurtækju sig...En því miður eru svona ummæli
ekkert einsdæmi og þekkjast líka hér á landi. Foreldrar nýnema í ónefndum
framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu voru nýlega boðaðir á fund, þar sem þeir
voru fræddir um ýmislegt sem tengist skólastarfinu, meðal annars um væntanlega
busavígslu. Þar kom fram að allir busarnir áttu að vera í hvítum stuttermabolum
við vígsluna, væntanlega til að hægt væri að aðgreina þá frá öðrum nemendum.
Skólameistari skólans beindi síðan þeim tilmælum til foreldra busastúlkna að
sjá til þess að dætur þeirra klæddust hlýrabolum undir téðum stuttermabol. Lögð
var áhersla á að hefðbundinn undirfatnaður kvenna dygði ekki til, því að í hita
leiksins gæti bolurinn blotnað, jafnvel orðið gegnsær og það væri ávísun á kynferðislega
áreitni af hendi karlkyns menntaskólanema. Engum sögum fer af því hvort
foreldrar busapilta hafi fengið einhverjar viðlíka viðvaranir, eða hvort
foreldrar eldri nemenda hafi fengið tilmæli um að biðja börn sín um að fara
siðsömum höndum um busastúlkurnar.
Góður tilgangur skólameistarans og umhyggja hans fyrir
nemendum sínum er síður en svo dregin í efa. En hver eru skilaboðin? Að það sé
alfarið á ábyrgð menntaskólastúlkna verði þær fyrir kynferðislegri áreitni
skólafélaga sinna? Það er áhyggjuefni að búist sé við því að nýnemar í
framhaldsskólum verði fyrir kynferðislegri áreitni í busavígslum, að minnsta
kosti í þessum tiltekna skóla. Sé svo, væri þá ekki lag að endurskoða
fyrirkomulagið?
Einhverjum gæti þótt heillavænlegt í þessu sambandi að
skólameistarinn fræddi nemendur um virðingu fyrir samnemendum sínum í stað þess
að setja reglur um klæðaburð þeirra sem hugsanlega kynnu að verða áreittir.“
Nú efa ég ekki að slík umræða sem hér er vísað í gæti hafa
átt sér stað í nær öllum framhaldsskólum þar sem busadagar fara fram með sulli
og ofbeldi. (Sjá blogg mitt hér) Ég las nýverið menntaskólablað þar sem lagt var til að busum yrði
slátrað og frétti af öðru þar sem voru ráðleggingar til eldri nema sem vildu
rekkja með busastúlkum. Þar var lagt til að þær yrðu tuskaðar til svo
rekkjunauturinn yrði dömunni minnisstæður. Vitaskuld er þetta náttúrulega bara
fyndið eða hvað?
Meðal þrauta á svona degi eru alkunnir fullorðinsleikir s.s. að piltur
geri armbeygjur og undir liggur hnáta á meðan eða að bjúga skal sleikt með
kynferðislegum tilburðum. Úr skóla barst saga af þraut
sem fól í sér að láta borða banana sem stóð úr úr buxnaklauf og enn öðrum af
fólki sem var plastað saman þannig að höfuð voru milli fóta. Það er strákur og
stelpa eða tveir strákar.
Mín áhyggjuefni eru jafnan fjórþætt í þessu máli.- Hver er tilgangur svona dags,
- ég vil ekki líða ofbeldi gegn neinum,
- ég vil allt kynferðisofbeldi út og loks að
- ég tel að á svona degi verða allir fyrir ofbeldi, karlar jafnt sem konur, kynferðislegu eða annars konar.
Það að vera valinn t.d. til að vera plastaður við annan,
hvernig sem maður snýr, hvors kyns sem maður er, er sama kynferðislega
ofbeldið. Og þó það sé forgangsmál að berjast gegn kyndbundnu ofbeldi og
barnaofbeldi þá er hið virka lykilorð ofbeldi.
Ég er viss um að téður skólameistari hugsaði mál sitt svona. Hann lagði að til að stúlkur yrðu þannig klæddar að ekki sæist í gegnum boli þeirra, sem er síðsemismál og allt annað mál. Svo vill til að við erum viðkvæmari fyrir konum berum að ofan en körlum. Hann vill án efa ekki blautbolasýningu á hlaðinu hjá sér.
Hann hugsði án efa eins og höfundur greinarinnar að þetta eru tvö aðskiln mál. Annað snýst um almenna siðsemi en hitt um ofbeldi.
Þannig er mitt mat að samþykkja algjörlega téða grein en efa að sú tenging sem þar er gerð milli skólameistara ónefnds framhaldsskóla og borgarstjóra Djakarta sé við hæfi.
Hann hugsði án efa eins og höfundur greinarinnar að þetta eru tvö aðskiln mál. Annað snýst um almenna siðsemi en hitt um ofbeldi.
Þannig er mitt mat að samþykkja algjörlega téða grein en efa að sú tenging sem þar er gerð milli skólameistara ónefnds framhaldsskóla og borgarstjóra Djakarta sé við hæfi.
Hér að neðan grein úr mogga.
„Síðastliðinn mánudag birti Morgunblaðið frétt undir
fyrirsögninni „Segið þeim að nauðga ekki“. Þar var sagt frá hópi indónesískra kvenna
sem komu saman í borginni Jakarta, klæddar stuttum pilsum og með skilti sem á
stóð: „Ekki segja okkur hvernig við eigum að klæða okkur, segið þeim að nauðga ekki.“
Ástæða þessa var að konu í stuttu pilsi hafði verið hópnauðgað í
almenningsvagni og í framhaldi af því hvatti borgarstjóri Jakarta konur
borgarinnar til að hylja sig betur í almenningsvögnum, en þannig taldi hann að koma
mætti í veg fyrir að svipuð voðaverk endurtækju sig. Auðvelt er að býsnast yfir
viðhorfum borgarstjórans indónesíska. En því miður eru svona ummæli ekkert
einsdæmi og þekkjast líka hér á landi. Foreldrar nýnema í ónefndum
framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu voru nýlega boðaðir á fund, þar sem þeir
voru fræddir um ýmislegt sem tengist skólastarfinu, meðal annars um væntanlega
busavígslu. Þar kom fram að allir busarnir áttu að vera í hvítum stuttermabolum
við vígsluna, væntanlega til að hægt væri að aðgreina þá frá öðrum nemendum.
Skólameistari skólans beindi síðan þeim tilmælum til foreldra busastúlkna að
sjá til þess að dætur þeirra klæddust hlýrabolum undir téðum stuttermabol. Lögð
var áhersla á að hefðbundinn undirfatnaður kvenna dygði ekki til, því að í hita
leiksins gæti bolurinn blotnað, jafnvel orðið gegnsær og það væri ávísun á kynferðislega
áreitni af hendi karlkyns menntaskólanema. Engum sögum fer af því hvort
foreldrar busapilta hafi fengið einhverjar viðlíka viðvaranir, eða hvort
foreldrar eldri nemenda hafi fengið tilmæli um að biðja börn sín um að fara
siðsömum höndum um busastúlkurnar.
Góður tilgangur skólameistarans og umhyggja hans fyrir
nemendum sínum er síður en svo dregin í efa. En hver eru skilaboðin? Að það sé
alfarið á ábyrgð menntaskólastúlkna verði þær fyrir kynferðislegri áreitni
skólafélaga sinna? Það er áhyggjuefni að búist sé við því að nýnemar í
framhaldsskólum verði fyrir kynferðislegri áreitni í busavígslum, að minnsta
kosti í þessum tiltekna skóla. Sé svo, væri þá ekki lag að endurskoða
fyrirkomulagið?
Einhverjum gæti þótt heillavænlegt í þessu sambandi að
skólameistarinn fræddi nemendur um virðingu fyrir samnemendum sínum í stað þess
að setja reglur um klæðaburð þeirra sem hugsanlega kynnu að verða áreittir.
Kynferðisleg áreitni og annar slíkur ófögnuður er sem betur fer undantekning í
mannlegri hegðun, líka meðal menntaskólanema. En slíkt athæfi á ekki upptök sín
í því hvernig fólk klæðir sig. Ástæðuna er að finna í hugarfari þess sem
framkvæmir. Eigi að koma í veg fyrir eða fyrirbyggja að fólk áreiti hvað annað,
þá er flest vænlegra til árangurs en að segja fólki hvernig það má eða má ekki klæða
sig. Málið snýst nefnilega ekki um stutt pils og hlýraboli. annalilja@mbl.is“
Engin ummæli:
Skrifa ummæli