Alltaf gaman að skoða bækur.
Hér eru þrjár.
David T.
Conley gaf út bók sem heitir Who governs our schools (Teachers College
Press 2003). Gömul? Kannski. En fróðleg engu að síður enda skrifuð á
hápunnkti The reign of Error, þegar George annar ríkti í Bandaríkjunum.
Hann fer vítt og breitt yfir stefnur og hagsmunaaðila og veltir við
ýmsum steinum á leið sinni. Fróðleg lesning.
Zwaagstra,
Clifton og Long gáfu út bók sem heitir What´s wrong with our schools og
settu ekki spurningamerki svo þeir eru með það á hreinu. Bókin er
furðuleg samsetning og öfgakennd og kom út 2010. Þeir leggja til að
nemendur með hamlanir þvælist ekki fyrir öðrum, að stöðluð próf og
utanbókarlærdómur verði efldur, reglur hertar o.s.frv. Gamanlesning
fyrir skynsamt fólk sem hefur ekkert betra að gera en annars bara
eitthvað sem fer í kassa g gleymist.
Michael W. Apple
ritaði bók sem heitir Educating the "right" way. Markets, standards, god
and ineequality. Hann tók mig með sér í innganginum með frásögn af
ráðstefnu á Kúbu þar sem bandarískur kollegi kallaði hann "creep and a
disgrace to the American flag." Stuttu síðar fullyrðir hann að
bandarískir íhaldsmenn haldi sig á jaðri við "the ludicrous" eða
fáránleika. Hann vísar m.a. í lista tímaritsins Human Events, sem er
afar hægri sinnað, og listinn fjallar um tíu skaðlegustu bækur 19. og
20. aldar. Hann gerir lítið úr listanum.
Efst var
Kommúnistaávarpið, þá Mein Kampf og í þriðja Rauða kverið hans Maós. Svo
kom Kinsey skýrslan um kynferðismál, þá rit Deweys um lýðræði og
menntun. Das Kapital er annað rit Marx á listanum, The feminine mysique
eftir Betty Friedan og svo eru lykilrit Compte, Nietzche og Keynes.
Ég
er ekki búinn með hana en held ótrauður áfram. Maður sem gerir lítið úr
svona lista er þess virði að kynna sér. Raunar er það meginkenning mín
að ef menn hefðu lesið Mein kampf og tekið mark á henni, utan Þýskalands
og utan Nasistaflokksins, hefði mátt komast hjá seinni
heimsstyrjöldinni.
Apple er til í bókasafninu í Stakkahlíð - en ég er með hana sem stendur!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli