Gamall draumur rættist á laugardag þegar fyrsta Flensborgarhlaupið var ræst. Ég er búinn að ganga með þetta í maganum frá því ég hljóp áheitahlaup í Newcastle líkl. 2006. En það vantaði stemminguna. Forsendur breyttust með heilsueflandi skóla verkefninu og þegar þessu var varpað fram á liðnu vori var ég staðráðinn í að leggja mitt af mörkum.
Og það tókst!
Sjá hér!
Og hér!
Og hér!
Og hér
Og hér!
Takk allir sem lögðu okkur lið í stóru sem smáu!
Hér er smá myndafrétt af deginum
Takk!
Fyrsti vinningur var forláta hjól frá Hjólaspretti en að auki var fjöldi annarra vinninga sem eftirfarandi gáfu: Bingó, Eggert Kristjánsson og co, Fríða skart, Heilsuver, HRESS, Icelandair, Kjötkompaní, Músík og sport, O Johnsen og Kaaber, Pipar og salt, Rafmiðlun, Rekstrarvörur, Rio Tinto alcan, Sigga og Tímó, Sportís, Súfistinn, Smart motion. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Líkamsræktarstöðin HRESS sá um upphitun fyrir hlaupið. Að auki þökkum við fjölda fólks sem kom að þessu verkefni, starfsmönnum skólans, mökum þeirra, öflugum kunnáttumönnum og hjálparfólki úr Skokkhópi Hauka og Hlaupahópi FH, Sendibílastöðinni, Atlantsolíu, Hafnarfjarðarbæ (sem bauð í sund), lögreglunni, hlaup.com, Hafsteini og Kristni fyrir tækniaðstoð og fleirum og fleirum sem sjálfsagt gleymist að nefna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli