11.1.12

Bjartari framtíð?

 Þetta mun vera nafn á nýju stjórnmálaafli sem kennt er við Guðmund Steingrímsson en Heiða Kristín Helgadóttir talar einnig fyrir. Þau komu afar vel fyrir í Silfri Egils og ég velti fyrir mér nokkrum hlutum í kjölfarið. Í fyrsta lagi hvort Jón Gnarr hafi órað fyrir að  hann væri að valda straumhvörfum í stjórnmálum. Það vill segja að framboðiðð sem fékk atkvæði auðra og ógildra sýndi fram á það að fólk sem ekki hefði verið alið upp innan gömlu stjórnmálaflokanna gæti verið fært um að stjórna ekki lakar en þeir sem úr útungunarvélunum kæmu?

Sem fær mann til að hugsa um t.d. gagnrýni rannsóknarnefndar Alþingis um klíkuskap, kunningjagreiða og fjölskylduvensl, eða gagnrýni sem kom fram á ráðstefnu IMF  sem haldin var í Hörpu þar sem Willem Buiter fór hamförum um Nepótisma íslenska kerfisins. Rifjast jafnvel upp frá menntaskólaárunum hvernig tilteknir valdapóstar í félagslífinu þar voru farnir að sýna klærnar og æfa sig í valdaleikkjum. Margir þeirra eru í dag þægilega settir, ekki síst í oopinberri þjónustu.

Það var nú sitthvað sem þau Guðmundur og Heiða lögðu til málanna en kannski best að benda á tvennt. Annars vegar að stjórnmál þurfa ekki að vera bundin við valdabaráttumaskínur gömlu flokkanna og að fullt af sómakæru fólki kærir sig ekki um að taka þátt í þeirri vitleysu sem þar er borin fram. Í raun er sitthvað í íslensku samfélagi sem ergir fólk almennt en það sættir sig við. Hér er um að ræða t.d. hvernig stjórnmálamenn raða sér á jötuna. Sem beetur fer er vonandi búið að taka fyrir þá vitleysu t.d. í Seðlabankanum. Það er kannski arfur Davíðs að það var gert. En hversu margir hafa verið í sendiherrastörfum o.fl. undir allskonar afsökunum, jafnvel á fullum eftirlaunum ofan á embættislaunin.

Ríó söng einu sinni ,,Hann var fulltrúi þess lýðs er flokkinn kaus (o svei). Þess lýðs er veit jú bara ekkert í sinn haus (o svei). En ætt'ann þá að deyja - auralaus? Ó Nei!."

ÉG fagna þessu nýja framboði. Veit ekkert hvort ég kýs það en það er þó veik von til að þarna veljist fólk sem ekki er uppalið innan spillingar núverandi kerfis.

Kannski.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli