Það er ekki sama hver er.
Mörg undanfarin ár hafa ýmsir í kringum mig kvartað undan þessum útlendingum sem hingað streyma. Þetta er, að sögn, óþarfa lið, stelur af okkur vinnu sem við viljum ekki vinna og margt fleira. Þetta beitir öllum ráðum til að komast hingað skilst mér.
Ég er svo grænn ég skil þetta ekki.
Mér finnst þetta prýðisfólk sem ég hef kynnst og sumt betra en íslenska meðaltalið.
En svona er þetta bara og ég ræð ekki við það.
Ég fæ oft innilokunarkennd hérna í þessum sælureit. Ekki síst þegar verðlagsólin er að hengja mig og ég heyri rætt um höft, höft og aftur höft. Þessa óþurftaraðila sem eru að reyna að smygla gjaldmiðlum í gegnum haftakerfið og fleira.
Sem ég reyndar skil ekki.
Ef þetta fólk á ekki þessa peninga,- er það þá ekki að stela og ber þá ekki að refsa því?
Ef það á þessa peninga, af hverju er því nánast lýst sem þjófum og glæpamönnum?
Svo man ég að þetta eru líklega útlendingar.
En svo tók steininn úr. Í DV má lesa frétt um alveg kolbilaðan útlending. Hann reyndi að smygla sér um borð í skip og komast FRÁ Íslandi. Hvað er fólk að hugsa? Hann var vitanlega fluttur í böndum í land og verður án efa látinn dúsa einhversstaðar innilokaður þar til hann skilur að frá sæluríkinu, Shangri La norðursins, uppáhaldi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, laumast maður ekki.
Maður tekur flugvél til Noregs.
Það sem fólki dettur í hug.
Catch 22 ala Kafka
SvaraEyða