Við vorum róleg í þessari fínu íbúð í morgun. Íbúðin að Efra drifsgamlatúni
númer 7 (Upper Oldfield drive) er afar nýmóðins enda nýlega uppgerð og tekin í
notkun í mars á þessu ári. Hún er í kjallara hússins þar sem þau Baker hjónin búa. Hér er ég í stofunni að sýsla við blogg...
og hér er ég í sjónvarpsholinu að skrifa doktorsritgerð...
Þetta er eldhúsið og borðstofan hér að ofan og bökunarkrókurinn hér til hliðar...
Þetta er baðið sem er æði nema það mætti renna betur úr sturtunni, en í staðinn eru ljós á sturtuhausnum sem segja til um hitann á vatninu.
Annar hluti baðherbergis...
og hér er svefnherbergið með arinhellli og málaðri bókahillu
og aftur svefnherbergið.
Afskaplega vel búið. Sumt er hér IKEA og annað M&S og svo þaðan af fínna. Fyrst og fremst hlýlegt, notalegt og snyrtilegt.
Við röltum niður Wells road, niður í bæ og eyddum deginum á þvælingi um bæinn. Kynntum okkur Jane Austin miðstöðina, fína gítarmiðstöð, rifjuðum upp gamla ferð o.s.frv. Afar notalegur dagur.
Við litum við hjá Söru Lunn sem bakar afar fágætar bollur og skonnur (scones) og fengum okkur afternoon tea.
En í raun slökuðum við bara á!
Eitt sem Siggu finnst gaman að gera er að reyna á stærðfræði afgreiðslufólks með því að borga með seðlum og smámynt í bland. Stundum gengur það vel en um daginn var afgreiðsludaman búin að slá inn seðil, tuttugu pund og fá það út að Sigga ætti að fá 4 pund og fimmtíu og eitt pens tilbaka. Sigga tíndi fram 49 pens og vildi fá fimmkall tilbaka en kassadaman fór að reikna alla möguleika til að geta staðið á þessu með pensin fimmtíu og eitt.
Annars er nóttin komin, syfja sækir á og maður er svo lemjandi glaður með kosningarnar heima að ég hætti bara núna og geri meira á morgun!
ahhh nú langar mig bara til útlanda eftir þennan lestur og myndaskoðun :)
SvaraEyðaHelga Dröfn