Ja hérna. Síðasti dagurinn runninn upp. Engin sól en hlýtt.
Oisín litli, sem hefur verið heldur mikill nátthrafn, svaf eins og steinn eftir
að Sigga gaf honum mjólkurgraut og mamman brosir sem aldrei fyrr eftir góðan
nætursvefn.
Fyrst voru hestarnir fóðraðir á brauði. Tveir eru smáhestar
en einn á stærð við íslenskan. Evu leist mátulega á þegar sá stærsti ruddi
hinum frá og teygði varirnar til hennar. Hausinn á honum einn og sér á stærð
við barnið. En brauðið gekk út, barnið var heilt og hestarnir snéru sér aftur
að grasinu!
Nú skal farið til Sligo (frb. Slægó) sem Þorri lýsir sem afar fallegri leið. Og laug engu í því efni. Leiðin er afskaplega falleg og Maggi veltir því fyrir sér af hverju hann hafi ekki skilgreint Siggu sem bílstjóra líka þegar hún andvarpar af sælu yfir fegurðinni! Þegar til Sligo var komið var staldrað við á bílastæði og ákveðið að fara nær bænum. Eftir góðan rúnt um bæinn undir leiðsögn Þorra fundum við bílastæði. Bíddu við – það sama og fyrst. En bærinn var fallegur úr bíl!
Nú var kerran gerð klár og rölt af stað eftir létta
barnafóðrun.
Sligo er fallegur gamall bær. Hann ber merki kreppunnar eins
og fleiri bæir. Mikið af tómu verslunarhúsnæði. Hann er líka söguríkur. Á
veggjum má lesa um átök við Breta og þarna eru hlið við við kaþólsk dómkirkja
og mótmælendadómkirkja auk fjölda annarra kirkna og auk þess eru tilkomumiklar
rústir klausturs. Við röltum þarna um og á bakaleiðinni sáum við Þorri (og
Oisín) þvílíkt tilsstand við Ulsterbanka. Vopnaða hermenn. Lögregluþjóna og
brynvarða bíla. Allt virtist þó ganga friðsamlega fyrir sig. Leiðin heim gekk vel og Eva var heldur betur stolt af glansandi fínum stígvélum og fannst lítið til um þegar ég fór með hendingar eftir Billy Connolly sem voru á þennan veg m.a.
„If it wasn‘tnay for yer wellies, where would you be? You´d be in the hospital or the infermery!“
Og
„Wellies they are wonderful, wellies they are swell! They keep out the wet and they keep in the smell!“
Engin ummæli:
Skrifa ummæli