12.4.14

Stór stund hjá okkur í Flensborg!

Það voru nokkur söguleg met slegin í gær á Morfís. Í fyrsta lagi var þetta annað árið í röð sem Flensborg keppti en í fyrra stóð glíman gegn firnasterku liði VÍ. Og það í Hörpu. Að þessu sinni var keppt í Mekka Morfískeppninnar, í aðalsal Háskólabíós.
Það hafði gengið á ýmsu fyrr um daginn (hér - hér - hér - hér) þó sumir miðlar létu sér nægja að segja bara frá hluta málsins. Auk þessarar keppni var stór hópur nemenda að keppa í sundi á sama tíma (Hrafnhildur Lúthersdóttir setti Íslandsmet). Og að auki var hópur nemenda að keppa í handknattleik (ÍH- KR - gekk ekki vel). Og er þá ekki allt nefnt!
Þegar í Háskólabíó var komið var ljóst að einbeitingin var mikil. MS-ingar stunduðu mikinn hópsöng og höfðu æft/samið söngtexta sem kannski verða aldrei almenningseign. Flensborgarar einbeittu sér að köllum sem þjöppuðu hópnum saman og kórfélagar tóku Rauða riddarann, þó svo áhorfendur keppinautanna hefðu ekki kunnað að meta það. En þá tók stuðningsmannahópurinn undir með þeim.
Umræðuefnið var „Vopnaður friður“. MS mælti með og Flensborg á móti. Þetta var flott efni, bæði liðin fóru málefnalega í þetta, leituðu heimilda og beittu sögunni fyrir sig. Sögukennarar Flensborgar höfðu greinilega verið hollir í að benda á heimildir og dæmi. Algjörlega hlutlaust mat okkar starfsmanna sem þarna sátu var að Flensborgarkrakkar hefðu betur náð að byggja upp þráð í ræðum sínum  á meðan hitt liðið, sem var glæsilegt, hefði haft tilhneigingu til að sitja fast á sömu skerjunum.

Lið Flensborgar hafði unnið Menntaskólann í Kópavogi, Fjölbrautaskólann í Breiðholti og Menntaskólann á Akureyri á leið sinni í úrslitin. Í liðinu eru Aron Kristján Sigurjónsson, Jón Gunnar Vopnfjörð Ingólfsson, Magni Sigurðsson og Katrín Ósk Ásgeirsdóttir. Þjálfarar eru Stefàn Snær Stefànsson og Egill Ásbjarnarson og hafa staðið sig afburðavel.
Lið MS hafði unnið Menntaskólann á Egilsstöðum, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Menntaskólann á Laugarvatni og Verslunarskóla Íslands á leið sinni í úrslitin. Í liðinu eru Arnar Snær Magnússon, Telma Sif Reynisdóttir, Elísa Líf Ingvarsdóttir og Sædís Ýr Jónasdóttir.

Fyrsti ræðumaður MS var flottur og ljóst að nú þurfti að vanda sig.
Hérna eru ræður okkar fólks, gæði myndanna og hljóðið ekki gott en... - verða sett inn eitt af öðru!
Aron kynnir
Jón Gunnar fyrri ræða
Magni fyrri ræða - byssur dregnar fram!
Katrín fyrri ræða
Jón Gunnar seinni ræða
Magni seinni ræða
Katrín seinni ræða 

Oddadómari langa gerðin

Oddadómari tilkynnir Ræðumann Íslands
 

Oddadómari kemur sér loks að efninu!


Hér er frétt gaflari.is og hér Monitors.



Myndir teknar af hinum og þessum!
 Hér er beðið þess að keppni hefjist!

 Magní á pontuna   Meira hvað þetta lið er alltaf í símunum! Hér blandast Kórea í málið  Og hér tekur Oppenheimer þátt í Morfís.  Beðið úrslita. Ég var viss hver ynni, - ég er bara stundum með það á hreinu en dómararnir ekki!
 Sigur í höfn!

Liðið og þjálfarar

 
Móðir Katrínar, Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir fagnar með bæjarstjóranum Guðrúnu Ágústu en faðir Katrínar, Ásgeir Örvarr Jóhannsson er í blárri úlpu. Sigurlaug hefur verið ótrúlegur fylgdarmaður liðsins og ferðast með því m.a. í nafni og fyrir hönd skólans.

 
 
Magni Sigurðsson, Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, Jón Gunnar Vopnfjörð Ingólfsson og Aron Kristján Sigurjónsson.
 
Magni að bjóða bikarinn velkominn

Jón Gunnar í ham í seinni ræðunni
Ágúst Elí (hvítur bolur - hendur á lofti) átti afmæli!
Þessi mun reyndar frá Akureyri og þessi bænastund tengist biðinni eftir úrslitum þar!

Þessi er úr Háskólabíói 11/4/2014
fagnaðarlæti
Liðið og Egill þjálfari og Stefán þjálfari vinstra megin.
Magni í seinni umferðinni
Jón Gunnar
Egill vinstra meginn en Stefán hægra megin

Oppenheimer leggur orð í belg áður en Katrín tók til máls. Top that!
Og hér er Magni að sækja efnivið til Norður Kóreu.
 
 
 
 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli