24.7.14

Smá pæling

Þetta blessaða fólk i Palestínu og Ísrael sem býr við það frá degi til dags að vita eki hvar detta  niður flugskeyti á alla mína samúð. Var að horfa á matreiðsluþátt þar sem kokkurinn fór á milli araba og ísraela og tengdi matarhefðir saman. Og það gekk bara vel og maturinn virtist bara jafnætur hvort sem hann var gyðinglegur eða arabískur.
En um leið og ég skil að ég er ekki í þessu miðju heldur bara í blautum friði hér heima (rigningarfriði?) þá skil ég samt ekki fólk sem er með einhverskonar halda með dæmi - það er að halda með Ísrael eða Palestínu. Ég held með þeim sem þarna lifa og starfa og vilja frið í PalestínuÍsrael eða hvað þetta ætti nú að heita.
Íslendingar halda með Palestínu...
Þetta er ekki einhver kappleikur á HM.
Fjandakornið.

Hins vegar verður það að segjast að öfgahópar beggja vegna dansa væntanlega af hatri og ólund (sem þeir telja væntanlega gleði) því þetta ástand þjónar hatri. Við sjáum hvert hatrið getur leitt með Malaysísku flugvélinni sem var full af líknandi læknum. Og skotin niður til hvers?

Hins vegar skorar Ísraelsríki ekki stigin hjá mér þegar þeir skjóta á starfsstöðvar og skóla, sjúkrahús og flóttamannaskýli sem jafnvel eru undir vernd Sameinuðu þjóðanna. Hvernig á að telja slíkt réttlætanlegt?

Og það skal enginn segja mér að þeir viti ekki nákvæmlega hvar hver einasti hlutur er á Gaza. Ég hugsa að þeir geti aðstoðað við að endurinnrétta húsin sem þeir hafa sprengt.

En þeir sem ráðast á skóla þar sem eru börn, á sjúkraskýli og starfsstöðvar SÞ eru væntanlega einungis að tryggja það að þeir verði ekki virtir viðlits. Og ég er sannfærður um að það er ekki það sem Hebrear vilja almennt. Eru þessir forystumenn búnir að gleyma meðferðinni sem gyðingar hlutu fyrir um 70-75 árum?
Og hverjir halda að það að ala á gyðingahatri eða arabahatri eða hvaða hatri sem er leysi vanda þessa heims?
Það er tillaga mín að landsins bestu synir og dætur fari þarna niður eftir með leiðtogann mikla í fararbroddi og leiti þar leiða til að leysa þetta mál.


Á meðan getum við kannski reynt að koma í veg fyrir endurreisn Íslands og fengið Nýtt Ísland í staðinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli