The Economist er mér sagt að sé heldur hægri sinnað blað. Á ég þá að hafa áhyggjur þegar ég sé eitthvað sem mér finnst merkilegt í blaðinu?
17/9 2011 var grein á vef þeirra sem heitir Reforming education. The great schools evolution.
Hún er góð og fer yfir sitthvað sem OECD, PISA, McKinsey o.fl. hafa tekið saman um þróun menntakerfa.
Niðurstöður?
M.a. að það er ekki spurning hvort miklu sé eytt í menntamál heldur í hvað peningarnir eru settir.
Og að stéttafélög kennara geta haft þveröfug áhrif á þróun menntakerfa - haldið þeim í gíslingu frekar en eflt þau. Gæti tengst punktinum á undan. Þannig er miklu fjármagni eytt í skólastarf hér á landi, hlutfallslega litlu í laun og Ísland er neðarlega á fyrrgreindum listum...
En Ecoomist heldur því fram að af fyrrgreindum gögnum sé fernt sem ráði öllu um framgang gæða í skólastarfi.
Fimmti þátturinn er þó að það er engin ein lausn!
Atriðin fjögur eru:
1. Að dreifstýra kerfinu og leyfa skólum að þróast sjálfstætt. En þeir þurfa aðstoð, sérfræðinga og leiðsögn.
2. Að einbeita sér að underachievers eða þeim sem eru ekki að standa undir væntingum. Láta alla gera eins vel og þeir geta.
3. Að byggja upp kerfi ólíkra skóla sem eru fjölbreyttir í raun.
4.. Að kennarar séu fyrsta flokks eða high standards for teachers eins og það er kallað.
Þessi atriði koma frá McKinsey sem er ráðgjafarfyrirtæki og hefur gefið margt út um menntamál sem mark er takandi á. Þar á meðal er skýrsla um stjórnun skóla sem er algjört kennslufræðilegt lostæti.
Þar sem ég starfa í skóla sem hefur fengið að þróast tiltöulega á eigin forsendum, sem leggur áherslu á að bjóða þjónustu sem er ekki allstaðar og hefur einbeitt sér að því að ráða inn fyrsta flokks kennara er ég afar hamingjusamur með þetta mat og mun auka rökræðu mína um þá sem spila undir getu.
Hins vegar er fleira í pottinum og eins og lesendabréf Econnomist benda á þá er vitaskuld stærsta málið að nemendur leggi sig fram og læri, frekar en að kennarar kenni. Kennarar eru þá eins og lífhvatar í efnakerfum, hliðverðir, boot camp þjálfarar o.s.fr.v
Það skiptir öllu að kennslan þvælist ekki fyrir námi nemenda, - eða hvað?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli