Hannover ættinni. Sonur hans, Georg V, breytti nafni ættarinnar í Windsor rétt fyrir fyrra stríð.
Upp í hæðina liggur stigi eða tröppur sem eru kallaðar Stigi Jakobs (sjá hér og hér) og þykja langar. Við förum upp Wells road og borgin blasir við í allar áttir þegar upp er komið. Þú getur smellt á myndirnar til að sjá þær stærri.
Þetta er miðbærinn...
Sigga tók sumar og ég aðrar.
Við gengum fram á fallega runna og bló hér og hvar.
Þetta er bara flott
Við sáum nokkra svona leikvelli
og rósir sem grétu...
bara nokkrar svona sætar myndir
Borgin teygir sig í allar áttir og við teljum hana hljóta að vera fjölmennari en heimildir segja.
Þetta er miðbæjarhluti
Hér sést dómurinn og rómversku böðin eru vinstra megin við.
eins og sjá má er byggðin þétt
Við fórum frá gistihúsinu upp í hæðina, svo áfram í suður og niður í hverfið, gegnum Moorfield og Oldfield. Þar eru miðbæjarkjarnar, svona High street sem eiga ekkert skylt við venjulega Malla (Kringla) eða stórgborgarbúðir. Þar áfram niður að ánni og yfir hjá Windsor brúnni við Windsor house en þar eru hátt í tvær mílur í miðbæinn. Þá vorum við ábyggilega búin að ganga tvöfalda þá vegalengd.
Þegar við nálguðumst miðbæinn settumst við inn á notalegan pöbb, Kings arms, og hringdum m.a. í afmælisbarn dagsins Kristján Jónsson. Þar vatt sér að okkur náungi sem var afar spjallhreyfinn. Hann var svo hrifinn að hann vildi endilega fá að kyssa Siggu og tók svo í hendina á mér bara svona til að vera viss um að ég yrði ekki reiður!
stækkaðu þessa
til suðurs
Þessi fallega kirkja er í í Bath en myndirnar sýna vel hversu fallega borgin er sett.
rætur
áfram
blautur bútur
áfram
glitranir...(nýtt orð?)
Þessi skemmti okkur dágóða stund!
Hér er gott dæmi um samfélagsmeðvitund Breta. Hér er mynd af skóla en miðbæjarkjarninn er svolítið niður til vinstril.
Við þvældumst svo um bæinn þar til við lögðum af stað heim á leið. Við komum heim undir kl. 19 en fórum af stað um 13. Flottur labbitúr.
Íbúðin okkar er í kjallaranum en eins og sjá má af fyrri bloggum t.d. hér þá væsir ekki um okkur!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli