Veðrið er ljúft og við röltum niður á lestarstöð. Ferðinni er heitið alla leið til Bristol. Og nú ber vel í veiði því það fer lest á tólf mínútna fresti og er tólf mínútur á leiðinni. Lestarstöðin er rétt við miðbæinn og það tekur ekki langa stund að komast upp í bæ.
Bristol er hafnarborg við ánna Avon. Sjávarfalla gætir upp eftir ánni svo skip sátu föst á árbotninum ef menn gættu sín ekki. Borgin byggði afkomu sína á verslun og á öldum fyrr sáu menn hana sem jafnmikilvæga og London. Alla vega ef maður bjó í Bristol. Vegna siglingatengsla sinna varð borgin fyrir alvarlegum loftárásnum í seinna stríðinu. Fyrir vikið er borgin blanda af því sem bjargaðist og því sem hvarf! Myndirnar bera þess víða merki.
Þetta er hluti dómkirkjunnar sem er afskaplega stór, afskaplega lítið falleg og eiginlega gott dæmi um hlut þar sem peningarnir höfðu meira að segja en hyggjuvit og smekkur.
Einn glugginn sem sýnir þetta merkilga bandalag kirkju og hernaðar hér í landi.
Hér eru borgarinn og iðnmeistarinn saman.
Þetta er rósettan en kirkjan er afar gömul að hluta. Þar má sjá byggingarhluta frá 11. öld og yngra.
Í bænum eru háskólar og þeir eru greinilega lifandi hluti bæjarins.
Svona sást víða um borgina og er án efa hluti OL 2012 sem tröllríður öllu.
Þegar okkur bar að við College green var þar stór hópur kvenna að brynna börnum sínum og Sigga fór að spjalla. Þær voru að mótmæla því að kona hafið fengið athugasemdir vegna þess að hún var með barn á brjósti á veitingahúsi. Flottar þessar! Það mættu 300 mæður á staðinn og gáfu brjóst bæði á kaffihúsinu og í garðinum. BBC fjallaði um málið í kvöldfréttum.
Hér er horft upp að aðalháskólasvæðinu. Gatan er mjög menningarleg og byggir á þjónustu við stúdentana. Restaurantar, barir, diskótek, fatabúðir o.s.frv.
Eins gott að þeiri sem úti sitja fái sér ekki of mikið!
og þetta er niður í móti.
Sigga að skoða upp eftir húsunum...
Við rákumst á bæjarörnefnið Christmas steps. Það eru tröppurnar á næstu mynd. Þarna eru búðir af öllum gerðum með handverki og fleira en fyrst þarf að þrælast upp tröppurnar!
Það var þó þessi inngangur þarna til hægri sem kveikti elda í mér. Þetta er alveg arfaekta gotneskt.
Þarna að baki var uppgerður spítali / nú allskonar arkitektastofur o.fl. Spítali st. Bartolomeusar hét hann á miðöldum. Þarna var ekki leiðinlegt að koma.
Það eru ýmsar gamlar menjar. Einar eru St. Nicholas markaðurinn, rétt við Christmas steps (???) en það er innimarkaður sem hefur starfað frá 18. öld.
Þar við eru götur fullar af pöbbum.
Hér er Sigga að taka mynd af einum. Sá tengist bókmenntasögunni heldur betur því þar mun Robert Louis Stevenson haf drukkið öl um tíma á 18. öld. Sagan segir að náungi sem kallaðist Alexander Selkirk hafi fundist lifandi á eyðieyju í Karabíahafi sem hafði haldið þar til í fimm ár aleinn. Af sögunni sem Selkirk sagði Stevenson yfir nokkrum kollum fæddist einn Robinson Crusoe.
Annar karakter Stevenson, sem á ættir að rekja til sögunnar sem Selkirk spann var Ben Gunn úr Gulleyjunni eða hér.
Borgarbúar stæra sig raunar mikið af sjóræningjafortíð borgarinnar. Þeir hétu þó ekki sjóræningjar heldur Privateers eða verktakar og voru með leyfi til að ræna skip tiltekinna ríkja. Einn sá frægasti hét Edward Teach eða Svartskeggur og réði höfunum, sérlega undan ströndum Florida og Bahama. Annar var kallaður Roberts og rændi hátt í fimm hundruð skip á fjögurra ára kafla. Þó hann færi af stað með leyfisbréf þá voru afköstin meiri en kóngi hentaði og hann var tekinn á Svölunni og varpað í hafið látnum að eigin ósk.
Og sá sem bjargaði fyrrgreindum Selkirk hét Rogers og er í miklum metum hér á bæ.
Drottningartorg.
Og borðtennisborð!
Höfnin er sögufræg. Hér er hún Freyja!
Höfnin er grafin frá ánni og upp í borg og heitir Floating harbour. Frá henni er gengið þannig að sjávarfalla gætir ekki eins og á ánni og þannig er nafnið komið.
Bristol?
Gaman að koma en Bath er notalegri. Sigga lýsir henni sem illa saumuðu bútasaumsteppi en ég sem Sunderland.
Say no more.
Veður í dag? Afa hlýtt og rakt og létti til með kvöldinu. Spáin alltaf að batna enda eru veðurfræðingar hér nánast í þunglyndiskasti að þurfa að færa fram spánna!
BBC missti þarna af aðalfréttapunktinum: Mömmu sem hefði örugglega geta tekið að sér dagskrágerð um brjóstagjöf og fengið BAFTA enda snllingur. Knús:*
SvaraEyða