11.7.16

Málalok?

Joniada Dega og fjölskylda hennar er komin til landsins og hafa fengið landvistarleyfi, atvinnuleyfi, vinnu og skólavist í HR.
Hjarta mitt hoppar af gleði og ég er afskaplega þakklátur fyrir að þessu máli sé lokið og þau komin til að búa hér og glæða samfélagið fleiri blæbrigðum. Að mínu viti hlaut þetta alltaf að vera það sem gerast myndi.
Frá mínum bæjardyrum séð var alla tíð mjög skrýtið hversu treglega gekk að koma þessu máli áfram. Að sama skapi finnst mér mál þeirra hafa fengið undarlega meðferð, allt þar til á lokasprettinum.
Ég spyr hvort ekki sé rétt að fara yfir málsmeðferð í málum svona fólks?
Strax og mál þeirra barst til okkar í Flensborg var sagt að megin vandinn væri að þau hefðu sótt um hæli, en þar sem ástandið væri það gott í Albaníu þá þýddi það ekki.
Í stjórnsýslulögum stendur að geri viðskiptavinur opinberrar stofnunar augljós mistök þá beri að leiðbeina viðkomandi þannig að málið fari í réttan farveg.
Það var ekki gert.
Þeim var vísað úr landi og sagt að sækja um aftur að einhverjum vikum liðnum.

En málið er komið í höfn í þeirra máli. Ég, sem einstsaklingur hvet stjórnvöld til þess að koma þessum málaflokki í skikkanlegan farveg svo erlent fólk sem hingað leitar sé ekki meðhöndlað meðð sjálfgefnum hætti sem glæpamenn. Við höfum ekki ráð á því að hafna svona fólki. Ekki þegar tugþúsundir hafa flúið héðan...

Nánast allir Flensborgarar lögðu sín lóð á vogarskálrnar. Við slógum skjaldborg um Joniada, skrifuðum bréf, söfnuðum undirskrftum, starfsmenn, nemendur, skólanefnd, foreldraráð. Við hljótum að fagna.

Til hamingju Joniada og fjölskylda. Til hamingju þið sem börðust með okkur. Þó þau hafi þurft að fara og fengið rétta tilsögn án okkar aðkomu þá fögnum við með þeim.
Og takk fyrir stuðninginn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli