17.7.09

undarlegur dagur

Þetta hefur verið skrýtinn dagur. Heit golan og sólarmikill á köflum. Við hjónin sváfum lengur fram á morgun en flesta daga í tjaldvagninum á stéttinni vegna þess að hér voru öll rúm skipuð!
Meðan fólkið mitt var að stússast og vinna dundaði ég mér í arfa og hlustaði á Barnaby en bækurnar eru enn skemmtilegri en sjónvarpsþættirnir.
Í kvöld er ég svo að passa rósina mína með ömmunni.
Það sem gerði daginn sérstakann var atkvæðagreiðsla í þinginu við Austurvöll um það hvort leggja ætti inn aðildarumsókn að ESB.
Samfylkingin sagði já, eins og væna mátti. Borgarar sögððu 3 nei og eitt já. Nær allir sjálfstæðismenn nei o.s.frv. Miðað við það sem ég heyrði er ekki meirihluti heldur frekar meirihluti fyrir því að koma þessu máli út af borðinu. Og svo grétu bændur og útgerðarmenn og þetta var svona formúla.
Virðulega konu mátti heyra í sjónvarpi sem sagði íslensku þjóðina ekki eiga að afsala sér sjálfstæði sínu. Heldur hún að Danir eða Svíar telji sig ekki sjálfstæð ríki?
Ef ég væri EBS myndi ég hugsa sem svo:


  1. til hvers að taka við umókn frá ríki þar sem líklegt er að meirihluti stjórnmálamanna vill bara kanna málið en ekki í raun stíga skrefið? Eins og Páll Pétursson blessaður frá Höllustöðum sagði ,,maður biður sér ekki konu með hálfum huga!"

  2. til hvers að eyða tíma í félagsumsókn frá aðila sem er líklegur til að krefjast svo margra undanþága að líklega gilda næsta fáar reglur um hann þegar á reynir?

  3. til hvers að semja við þjóð sem er eins og bananalýðveldi sem er í molum vegna fjárglæframanna sem sem hugsanlega beygðu lög án þess að brjóta þau en greinilega öll siðferðislögmál? Þorvaldur Gylfason segir í Fréttablaðinu í dag: ,,Ísland hefur síðustu ár verið vettvangur augljósra efnahagsbrota, sannkallað þjófabæli, sumpart í boði meðvirkra stjórnvalda, sem seldu bankana einkavinum við vildarkjörum þrátt fyrir vel þekktan brotaferil eins þeirra, og brugðust síðan eftirlitsskyldu sinni með öllu." (bls.18)

Það er afskaplega erfitt þegar þetta samfélag og kjörnir fulltrúar þess vilja bæði snæða brauðið og geyma það. Það gengur ekki. (Myndin er frá Siggu).


Það er kominn tími til að vera http://www.sammala.is/!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli