
Þennan vatnspóst hitti ég í Kjarnaskógi á Akureyri nýlega. Hann er afar myndarlegur en lekur...

Hér er horft út Skagafjörð til Þórðarhöfða á fallegum degi. Eins og sjá má var skyggni gott og ekki skýjað þennan dag. Þetta var 9. júlí 2009.

Þetta eru Blönduhlíðarfjöll og horft til Tungufjalls og dalirnir til hvorrar handar heita Heimadalur og Akradalur. Ljósmyndarinn stóð við minnismerki um Bólu Hjálmar við Víðimýrarsel.

Þetta er svona glampatilraun af læk í Kjarnaskógir. Málið dautt.

Þessi stillti sér upp á göngustíg í Kjarnaskógi og ég náði heilli myndaseríu ef einhvern vantar.

Þetta er aftur lækurinn í Kjarnaskógi. Meðan við vorum þar 10. júlí þá breyttist hann úr vatnslítilli sprænu í mórautt fljót á augnabliki. Líklega hefur stífla farið uppi í fjalli.
Þetta er svona aftanmynd frá Hvammstanga. Um Hvammstanga má segja margt og líklega finnst stórborgafólki þetta ekki merkilegt pláss en þjónustan á Sirop var til fyrirmyndar og samlokan mín afskaplega góð! Veðrið var unaður og Miðfjörður sléttur, eins og Skagafjörður og Húnafjörður og Hrútafjörður og ég held bara Húnaflói út í 200 mílur...

Þetta er megnið af fólkinu mínu. Mig vantar Ástu Sigrúnu en það styttist í hana!
Myndin er tekin á Hvammstanga 10. júlí 2009 og Sara og Kalli voru á leið á Landsmót UMFÍ á Akureyri en við hin á leiðinni suður frá Akureyri.

Þetta er afskaplega flott mynd sem Sigga tók af húsinu okkar. Hún er fjandi glúrinn ljósmyndari. Eins og sjá má. Myndin er EKKI fótósjoppuð!
Frábærar myndir:) Ég get ekki beðið!!!!
SvaraEyða