Bítlarnir eru einhver ofmetnasta og vanmetnasta sveit rokksögunnar. Ofmetin vegna þess að útgáfuferill hennar var óskaplega stuttur í hljómplötuárum en vanmetin vegna þeirra tónlistarlegu og hugmyndafræðilegu áhrifa sem hún hafði á tónlist. Ég ætla ekki að fara að skrifa sögu þeirra heldur í nokkrm pistlum að fjalla stuttlega um plötur þeirra og síðar sólóferil hvers og eins.
Útgáfuferill Bítlanna hefst ekki fyrr en 1963 en þá höfðu þeir starfað m.a. í Hamborg í tvö ár. Þar léku þeir reyndar nokkur lög á plötu með Tony Sheridan við frumstæð skilyrði. The Quarrymen, upphaflega bandið var skiffle hljómsveit sem er svolítið sérstök blanda af jass, blús og þjóðlagamúsík en breska útgáfan var einskonar pönk síns tíma. Bítlarnir voru því ruddalegir gallabuxna leðurjakkagæjar þar til Brian Epstein tók þá í uppeldi í mannasiðum og fatasamsetningu.
Fyrsta platan í Bretlandi var Please please me og frægast á henni varð líklega I saw her standing there sem raunar birtist fyrst sem smáskífa. Á henni eru 6 ábreiðulög og átta lög eftir Lennon og McCartney. Hún er flott byrjun en ekkert sérlega eftirminnileg nema vegna þess sem hún gerði á sinni tíð. Þessi birtist ári seinna í Bandaríkjunum sem Introducing the Beatles. Þetta var 1963. Seinna það ár kom metslagarinn She loves you og sló öll met. Lagið fór samt ekki á breskar LP plötur nema safnplötur en þegar With the Beatles var gefin út um haustið 1963 voru fyrirframpantanir gríðarlegar. Á henni eru átta bítlalög, þar af eitt eftir Harrison en sex ábreiður. Þessi plata er skemmtilegri en fyrsta og það besta við báðar er að enn eimir eftir af skifflespilinu og ruddarokkinu sem einkenndi þá fyrst. Frægast er líklega All my loving en fyrstu tvö lögin, It wont be long og All I´ve got to do sýna fyrstu stóru skrefin í átt að alvarlegri lagasmíðum og upptökuháttum.
Árið 1964 koma enn tvær plötur. Fyrst kemur líklega hápunktur Lennon platnanna eða Hard Days Night sem er skothelt lagasafn. Hún fylgir samnefndri mynd og á henni eru öll lögin frá þeim. Lennon á flest, Harrison eitt og McCartney nokkur. Lögin eru hrá og fáguð í senn og þarna eru nokkrar perlur í eyrum mínum s.s. If I fell, And I love her og gullmolinn Things we said today. En þessi plata er í miklu uppáhaldi enda líklega ein fyrsta plata þeirra sem ég kynntist hjá Kristjáni bróður mínum.
Sama ár kom Beatles for Sale, lagasafn sett saman í hasti vegna samninga en ekki mjög þétt plata. Hún er samt skrambi góð og hress er hún. Þarna eru fimm ábreiður og nokkur eftirminnileg lög en í heildina var þessi plata redding og betra í vændum.
Árið 1965 kom fyrst út stórplatan Help. Á henni gefur Lennon nokkuð eftir þó hann ætti góð lög. Á henni eru tvær ábreiður og McCartney kom með Yesterday. Þarna eru lög eins og Youve got to hide your love away, Its only love og Ive just seen a face.
Seinni plata ársins var svo fyrsta platan af þremur í hápunktiferils þeirra, Rubber Soul. Hér var ég farinn að hlusta þétt og ég man ekki eftir dauðum punkti á plötunni. Mér finnst hún frábær og nú sést hvert stefnir. Árið 1966 kom svo Revolver sem er líklega magnaðasta plata fyrri hluta ferilsins og lokapunktur hans. Hér tóku Bítlarnir beygju. Hvar byrjar maður? Taxman, Elenor Rigby, Im only sleeping, Here, there and everywhere, Good day sunshine... Hér stígur Paul fram sem leiðtogi og smáskífutímabilinu lýkur.
Það var ár í næstu plötu. Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band er svakalega fín plata. Hún er að mörgu leiti mjög heilsteypt en svolítið súr og dópuð. Upptökufiffin á Revolver eru flottari en Pepper er risi í vitund manna og hlaðin flottri tónlist. Efst á lista fram að þessu? Revolver, Rubber Soul, Help og Hard days er fjórða.
Nú kemur sérstakt hliðarspor. Enn ein myndin og Magical Mystery Tour. Sem heild eru myndin og platan frekar gleymanleg en þarna eru mörg glæsileg lög,- Penny Lane, All you need is love, Fool on the Hill, I am the walrus... Nægir þetta? Band sem ætti tvö svona lög á sömu plötu gæti verið harla sátt.
Næsta er að margra mati tóm vitleysa og vissulega er hún skrýtin. "Hvíta albúmið" spurði Paul einhvern spyrjanda. "Mistök? Er þetta ekki ein frægasta plata sögunnar? F*** off." Og ég er sammála. Þarna eru allskonar slagarar og léttmeti, allskonar vitleysa s.s. Revolution 9 en líka snilldar samsetningar s.s. Helter Skelter, Back in the USSR, Mother Natures Son, Glass Onion, I will, Julia, Blackbird og hápunkturinn sem er While my guitar gently weeps. Flott plata.
Árið 1969 komu tvær ólíkar plötur. Fyrst kom Yellow Submarine. Hún er frekar gleymanleg og á sama tíma tóku þeir upp Let it be. Hún var geymd og í millitíðinni kom út Abbey Road sem er gegnusúrruð snilld og gleði. Þarna er fjöldi flottra laga, kannski frægust lagasyrpan þar sem Paul og George Martin sýna ótrúlega útsjónarsemi í samsetningu laga. Teldu t.d. hversu margir lagbútar mynda You never give me your money. Frægustu lögin eru þó líklega Come together, Because og svo eru að auki Here Comes the Sun og BESTA lagið Something. Mér finnst þessi plata vera í mestu uppáhaldi og mestri spilun hjá mér. Síðasta platan þeirra féll milli skips og bryggju hjá mér. Mér fannst hún vond plata. Samt eru þarna gullmolar. Flottasta lag Lennons - Across the universe, Get back, The long and winding, Let it be. Þegar Spector var búin að níðast á upptökunum kom bara út vond plata. Maður heyrði það best þegar Let it be Naked kom út. Ég er sammála því að hún er miklu betri og meiri bítlaplata.
Útáfusafn Bítlanna er stórt miðað við að það kemur út frá 1963 til 1970 og þegar til þess er horft að raunverulegur upptökutími stóð frá 1963 til 1969. Frá því Hvíta albúmið kom út þar til síðasta upptakan var gerð tóku þeir upp þrjár plötu. Hvíta kom út í nóvember 1968 og fram til ágúst 1969 er lokið við Yellow Submarine, Let it be og Abbey road...
Sem sé þrettán plötur teknar upp frá ársbyrjun 1963 til sumarloka 1969 og þar af ein tvöföld. Útgáfuferillinn er ári lengri. Segja má svo að ferillinn skiptist í slagaratímann 1963-6, sýrutímann 1967-8 og lokasprettinn 1969. Allavega flottur ferill. Það eru víst engar fréttir.
Gaman ad thessu
SvaraEyðaÉg er einmitt mun hrifnari af seinni árunum en theim fyrri. Abbey Road er allra uppáhalds hjá mér. Hvíta kemur beint á eftir. Eldri plöturnar hafa leidindatendens ad fara í taugarnar á mér. Tharf ad vera í réttu skapi til ad höndla thaer einhverra hluta vegna.
En ég gerdi mér aldrei almennilega grein fyrir hvad thetta er stuttur tími, 13 plötur á 6 árum. ótrúlega productive gaurar. Ég veit thad svo sem ekki en bítlarnir sprungu kannski svolítid á limminu, thad er enginn smá process ad taka upp 2 til 3 plötur á ári, sérstaklega thegar thad er fullt af lögum á hverri theirra. Their artistar sem gefa út plötu á hverju ári (kalender ekki endilega innan vid 12 mán.) teldust nú kjánalega energetic í dag :). Dan Auerbach úr the black keys er einmitt mjög rómadur fyrir vinnuorkuna, hann gaf út plötu med theim, sólóplötu og er ad gefa út rappproject med the keys og nokkrum gömlum old-school röppurum á innan vid 12 mánudum. hann rétt slefar í bítlana...
Kv.
G
Takk. Nú er það tölfræði og svo Ringo!
SvaraEyðaThe Beatles- the soundtrack to my childhood:) Finnst þeir frábærir, og er sammála þér með ofmat/vanmat. Er persónulega meiri McCartney manneskja frekar en Lennon reyndar. En einhverja hluta vegna eru diskarnir ekki inn á Itunes, þarf að leiðrétta það um jólin:)
SvaraEyða