Hann var hins vegar góðmenni mikið og góður vinur vina sinna eins og vel kemur fram t.d. í ævisögu Eric Clapton. Þá var hann pólítískari en hinir bítlarnir framan af (sjá t.d. Taxman) og trúaráhugi hans kemur fram sterklega á plötunum Revolver og Sgt. Peppers ásamt áhuga á indverskri tónlist.
Sem lagahöfundur stóð hann Lennon og McCartney ekki á sporði og þegar litið er yfir allt lagasafn hans sést að hlutföll milli hans og hinna voru ekki skrýtin. Lögin sem hann kom að eru á hinn bóginn mörg þau eftirminnilegustu. Það eru ekki mörg lög framar á Hvíta albúminu en While my guitar... og á Abbey Road sem mér finnst langbesta plata þeirra standa Here Comes the Sun og Something uppúr.
Það var því ekki skrýtið að Eric Clapton ætti auðvelt með að kalla í sveit til að halda minningar- og fjáröflunarskemmtun ári eftir að George lést 29. nóvember 2002.
Þarna voru ALLIR nema Dylan að vísu. Og stemmingin við hæfi. menn voru að vinna úr sorg og gleði. Þetta er satt að segja ein fjölmargra hljómleikaplatna sem ég á en kannski í hvað mestu uppáhaldi.
Tónleikarnir hófust á ávarpi Claptons og Ravi Shankar og síðan er kyrjað Sarve Sham sem er á sanskrit. Þá leikur Anoushka Shankar, dóttir Ravi, lagið Your Eyes. Þar á eftir spilaði hún með Jeff Lynne og Dhani Harrison lag eftir George sem heitir The Inner Light. Það var B hlið á móti Lady Madonna og hefur síðan einungis verið á safnplötum.
Þessum hluta lauk með verki eftir Ravi Shankar sem heitir Arpan og þar lék Clapton meðal annarra.
Þar næst komu fulltrúar Monty Python með tvö lög (þau eru á mynddiskunum en ekki á CD safninu) og þar á meðal var Tom Hanks.
Hér á eftir tóku vestrænir músíkantar völdin og rúllaði fram hver stjarnan af annarri og fóru ekki aftur þannig að grúppan á sviðinu styrktist við hvert lag.
Jeff Lynne úr ELO og Travelling Wilburys tók svo fyrsta lag og hér kemur lagalistinn ásamt flytjendum með athugasemdum!
- "I Want to Tell You" (Harrison) - 2:52 Jeff Lynne: lead vocal, guitar.
- "If I Needed Someone" (Harrison) - 2:28 Eric Clapton: lead vocal, guitar.
- "Old Brown Shoe" (Harrison) - 3:48 Gary Brooker: lead vocal, keyboards. Brooker var söngvari og lagahöfundur Procol Harum.
- "Give Me Love (Give Me Peace on Earth)" (Harrison) - 3:29 Jeff Lynne: lead vocal, guitar
- "Beware Of Darkness" (Harrison) - 4:00 Eric Clapton: lead vocal, guitar. Líklega eitt albesta lag GH.
- "Here Comes the Sun" (Harrison) - 3:09 Joe Brown: lead vocal, guitar / Neil Gauntlett: guitar / Dave 'Rico' Nilo: bass / Phil Capaldi: drums / Andy Fairweather-Low: guitar. Joe Brown rak hljómsveit í Liverpool sem Bítlarnir hituðu upp fyrir áður en þeir fóru til Hamborgar.
- "That's The Way It Goes" (Harrison) - 3:39 Joe Brown: lead vocal, mandolin / Neil Gauntlett: guitar / Dave 'Rico' Nilo: bass / Phil Capaldi: drums "
- Horse to the Water" (George Harrison/Dhani Harrison) Sam Brown: lead vocal / Jools Holland: piano / Jim Capaldi: drums. Sam Brown er dóttir Jim Brown og hefur haft atvinnu af söng frá barnsaldri. Því miður er þetta lag ekki á CD útgáfunni.
- "Taxman" (Harrison) - 3:10 Tom Petty: lead vocal, guitar / Mike Campbell: lead guitar / Benmont Tench: keyboards / Ron Blair: bass / Steve Ferrone: drums / Scott Thurston: additional guitar, background vocals Tom Petty and the Heartbreakers en Petty var einn af Travelling Wilburys hópnum...
- "I Need You" (Harrison) - 3:00 Tom Petty: lead vocal, guitar / Mike Campbell: lead guitar / Benmont Tench: keyboards / Ron Blair: bass / Steve Ferrone: drums / Scott Thurston: additional guitar, background vocals
- "Handle with Care" (George Harrison/Jeff Lynne/Roy Orbison/Tom Petty/Bob Dylan) - 3:27 Tom Petty: lead vocal, guitar / Jeff Lynne: lead vocal / Dhani Harrison: guitar / Scott Thurston: background vocal, guitar, harmonica / Mike Campbell: lead guitar / Benmont Tench: keyboards / Ron Blair: bass / Steve Ferrone: drums / Jim Keltner: drums Ekkert smáband - þetta er Wilbury lagið sem frægast varð.
- "Isn't It A Pity" (Harrison) - 6:58 Billy Preston: lead vocal, organ / Eric Clapton: lead vocal, lead guitar. Hér byrjar Clapton og gefur boltann á Preston sem fer á kostum. Clapton var með í fyrstu fimm lögunum og hvarf svo þangað til hér.
- "Photograph" (Starkey/Harrison) - 3:56 Ringo Starr: lead vocal. Ringo fer á kostum. Lagið sem hann og Harrison sömdu saman. All I have is a photograph and I realise you're not coming back anymore... Ringo segir the meaning has changed og maður finnur það á bandinu.
- "Honey Don't" (Carl Perkins) - 3:03 Ringo Starr: lead vocal / Albert Lee: guitar solo / Gary Brooker: piano solo / Billy Preston: organ. Hér vantar Andy Fairweather Low og fleiri.
- "For You Blue" (Harrison) - 3:04 Paul McCartney: lead vocal, acoustic guitar / Ringo Starr: drums / Marc Mann: slide guitar og hér vantar líka fjölda manna. Þarna eru t.d. amk tveir trommarar.
- "Something" (Harrison) - 4:25 Paul McCartney: lead vocal, ukulele, acoustic guitar / Ringo Starr: drums / Eric Clapton: lead vocal, lead guitar / Marc Mann: slide guitar. Snilld. Að hafa Clapton og McCartney saman í bandi og spila tvær gerðir lagsins sem eina! Þeir fara á kostum og McCartney sýnir vel sýnar bestu hliðar - að vera fremst og kunna að draga sig til baka og gefa öðrum færi. Hann kann þetta kallinn - eins og Clapton.
- "All Things Must Pass" (Harrison) - 3:33 Paul McCartney: lead vocal, acoustic guitar. Ekki síðra. McCartney og bandið eru í góðum fíling við lagið.
- "While My Guitar Gently Weeps" (Harrison) - 5:57 Eric Clapton: lead vocal, lead guitar / Paul McCartney: piano, background vocals / Ringo Starr: drums. Þetta er flottasta lag kvöldsins og þessi kafli raunar frá 15-19. Hér stígur Clapton fram, setur Paul á píanóið eins og á Hvíta albúminu. Þeir dúeta sig í gegn svo spilar Clapton einleik á gítar sem aldrei fyrr. Ég hélt að hann ætlaði aldrei að hætta. Þarna eru amk fjórir slagverksleikarar, fimm gítarar, fjórir hljómborðsleikarar sem mynda ótrúlega þétta heild utan um Clapton. Lokaðu augunum og settu í botn.
- "My Sweet Lord" (Harrison) - 5:02 Billy Preston: lead vocal, keyboards / Paul McCartney: piano. Hvað er hægt að segja? Preston er the man.
- "Wah-Wah" (Harrison) - 6:06 Jeff Lynne/Eric Clapton: lead vocal, guitar/Billy Preston: lead vocal/keyboards / Supergroup of Guest Musicians: all other instruments. Lagið um gítarpedalann af All thing must pass.
- "I'll See You in My Dreams" (Isham Jones/Gus Kahn) - 4:01 Joe Brown: lead vocal, ukulele / Neil Gauntlett: acoustic guitar / Dave 'Rico' Nilo: bass / Jim Capaldi: drums. Og af öllum flottum lögum plötunnar er endað á þessu. Jim Brown gerir þetta vel og maður finnur söknuð og kærleika leka af manni.
Hljómsveitin: Eric Clapton - guitars, musical director,
Jeff Lynne, Tom Petty, Joe Brown, Albert Lee, Marc Mann, Andy Fairweather-Low, Dhani Harrison - electric and acoustic guitars,
Gary Brooker, Jools Holland, Chris Stainton, Billy Preston, Paul McCartney - keyboards,
Dave Bronze, Klaus Voormann - bass
Jim Capaldi, Ringo Starr, Jim Keltner, Henry Spinetti - drums
Ray Cooper - percussion
Jim Horn - alto saxophone
Tom Scott - tenor saxophone
Katie Kissoon, Tessa Niles, Sam Brown - backing vocals
Ravi Shankar - sitar
Eins og sjá má er þessi plata í miklu uppáhaldi. Og mælt með því að á hana sé hlustað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli