19.10.09

gamlar minningar

Þessi myndarlegi haus var skorinn út og skorinn til í Corbridge í lok október 2003.

Það var í tilefni af allra sálna messu - almennt talað kallað Halloween.
Það voru Sigga og krakkarnir sem sáu um þetta allt saman og ég tók myndina...

Hausinn sómdi sér vel í garðinum og ef ég man rétt varð til vönduð og góð súpa úr innihaldinu.

Þessi fallega sólarlagsmynd er upphaflega slidesmynd og líklega tekin í Hvalfirði einhversstaðar þó ég sé satt að segja ekki viss.
Hún er líklega tekin um miðjan níunda áratuginn.

Þessi er tekin nær 1980. Mig minnir að þetta sé frekar tekið meðan við Sigga bjuggum á Ásvallagötu en það er þó eins líklegt að ég hafi verið að þvælast með Gulla að gefa öndunum.

Ég hef grun um að hún sé tekin að vori vegna ólátanna í álftunum.

2 ummæli:

  1. Það er alltaf gaman að sjá gamlar myndir:)

    Sandra

    SvaraEyða
  2. Frábærar myndirnar, þegar ég sé graskerið fæ ég þvílíka nostalgíu, en það er líka fyndið ég var að hugsa um Corbridge í gær, því "when's your Dolmio day" auglýsingarnar eru komnar aftur í sjónvarpið og ég fór í hláturskast og heyrði alveg í þér að bögga mig og Kalla með þessu:)

    SvaraEyða