12.10.09

Góður dagur

Lokadagurinn gekk vel. Við Gulli unnum hér heima og ég náði að klára að uppskrifa viðtalið við NN og byrja að greina það. Ég mátti ná í þá stuttu um hálftvö svo eg var mættur kl. 1322 og var vel fagnað á róló. Svo vel að tvær aðrar vildu fá að koma með okkur. Við vöppuðum heim og könnuðum m.a. hvort bílskúrar væru ekki örugglega læstir.
Eftir smásnarl hjá pabba var farið í bíltúr og klárað að fara í Dressmann fyrir ömmu - hana vantaði buxur - og svo var farið út að leika meðð Villemo og Silju nágrönnum Hildar Sögu. Svo var snuddast og hjalað og lesið og pakkað og loks snæddur alveg frábær matur sem Gulli eldaði.
Hann kann þetta hann Gulli og á ekki langt að sækja það.
Eftir matinn fékk afi að hátta Rósina og er bara að verða flinkur í því, ekki síst að trutta í tásur sem snarlega eru réttar upp með breiðu brosi svona ef afi gleymdi sér.
Svo stungum við okkur upp með pelann og eftir smá stund var sú litla steinsofnuð í afafangi. Háskólapróf í að svæfa var ekki til einskis.
Á morgun er svo heimferð og það verður þakklátur karl sem kannski þurrkar tár úr hvarmi sem snýr heim til Íslands af því hann heldur að Kalli og Sigga og Flensborg öll geti ekki án hans verið. En þetta bros verður greypt í huga hans og stjörnurnar sem glampa þegar afi fær knús eða truttar í tær. Og til að það gleymist örugglega ekki þá eru 71 mynd í símanum og næstum allar af lítilli Rós sem býr í Svíþjóð.
Takk fyrir mig Gulli, Sandra og Hildur Saga og takk Sæmi. Það eru forréttindi að umgangast menn eins og þig.
Í Eskilstuna er algjört ljós
Sem afakarli yljar alla daga
Hann rogginn er af sinni Rós
Rósin heitir Hildur Saga

1 ummæli:

  1. Litla snúllan:) Greinilega nóg að gera í bílskúrshurðaskoðunum hjá henni, notar síman einsog hann sé mælitæki:) Knús og góða ferð heim:)

    SvaraEyða