
Eftir smásnarl hjá pabba var farið í bíltúr og klárað að fara í Dressmann fyrir ömmu - hana vantaði buxur - og svo var farið út að leika meðð Villemo og Silju nágrönnum Hildar Sögu. Svo var snuddast og hjalað og lesið og pakkað og loks snæddur alveg frábær matur sem Gulli eldaði.
Hann kann þetta hann Gulli og á ekki langt að sækja það.
Eftir matinn fékk afi að hátta Rósina og er bara að verða flinkur í því, ekki síst að trutta í tásur sem snarlega eru réttar upp með breiðu brosi svona ef afi gleymdi sér.
Svo stungum við okkur upp með pelann og eftir smá stund var sú litla steinsofnuð í afafangi. Háskólapróf í að svæfa var ekki til einskis.

Takk fyrir mig Gulli, Sandra og Hildur Saga og takk Sæmi. Það eru forréttindi að umgangast menn eins og þig.
Í Eskilstuna er algjört ljós
Sem afakarli yljar alla daga
Hann rogginn er af sinni Rós
Rósin heitir Hildur Saga
Litla snúllan:) Greinilega nóg að gera í bílskúrshurðaskoðunum hjá henni, notar síman einsog hann sé mælitæki:) Knús og góða ferð heim:)
SvaraEyða