9.10.09

Í embættiserindum!

Þeir eru fallegir haustlitirnir. Þessi er tekin í Eskilstuna þar sem ég er í embættiserindum sem afi!
Þar býr ein lítil fröken sem afa finnst gott að hitta.
Hún á óendanlega mikið af brosum og knúsum. Á leið minni hingað hitti ég félaga í Keflavík sem samsinntu því að þetta væri embættisferð.
Í gær sótti ég hana á leikskólann og við eyddum drjúgum tveimur tímum í að flandrast um róluvöll fyrir utan hjá henni. Það var vappað og spjallað, tekið í bílskúrshurðir og síminn minn var sérlega spennandi.

Meðal ævintýra var snúningur við köttinn Púka sem kom á móti okkur og þau stigu smá dans, eins og til að kanna hvort ekki væri í lagi með hvortannað.

Þessi síðasta er nú bara fyrir langömmu Sigrúnu og bara okkar á milli.

Svona rétt í blálokin. Í dag var ár liðið frá því að ég fékk að vita að ég væri með Parkinson. Eins og dagurinn í dag var þá var það afmæli auðgleymt. Hins vegar þakka ég þeim vinum og ástvinum, vinnufélögum og öðrum sem hafa myndað skjaldborg stuðnings og kærleika um mig. Sú ást og vinátta fer svo langt út fyrir allt það sem ég átti von á og taldi mig þó búa vel hvað vini og ættingja varðar. Kærar þakkir öll sem eitt en kannski efst og án þess að nokkur sé vanmetin koma kona mín og börn (tengdabörn þar talin) og litla rósin mín. Hvar væri ég án ykkar?
Takk. Svona vinátta og kærleikur gerir mann enn lífsþyrstari - og var nú nóg fyrir.

2 ummæli:

  1. Elsku pabbi minn njóttu tímans úti og Til hamingju með afmælið! Við söknum þín voða mikið en höfum reyndar ekki fengið eins mörg tilboð í að borða útum allt eins og við feðgarnir fengum um síðustu helgi! ;) ég bið rosa vel að heilsa öllum og hlakka til að sjá hjónin eftir 2 vikur, og þig eftir nokkra daga! knús og kossar!
    þinn kalli :*
    Ps. Sara segir "til hamingju með afmælið" ;)

    SvaraEyða
  2. Elsku pabbi minn:)

    hugurinn var hjá þér & mömmu í allan gærdag, en mér fannst við samt sterkar en við höfum nokkurn tíman staðið. Ég er glöð að litlan okkar knúsaði þig frá mér.

    Njóttu nú afmælisdagsins, hafðu það sem allra best og knústu fólkið frá mér. Frábært að sjá myndir!

    Við stöndum þett saman- við snúum bökum saman!!!

    SvaraEyða