8.10.09

Fallegt flug

Miðvikudagurinn 7. október var fallegur dagur. Kaldur en heiðskírt þegar ekið var suður í Keflavík. Við flugtakið hafði birt og þegar flogið var til austurs yfir landið lá það upplýst og auðskoðað fyrir augum manns. Maðður gat rakið sig - Þingvellir - Laugarvatn - Apavatn - Hvítá - Þjórsá - Lakagígarðin - Vatnajökull og allt þar á milli. Ég hafði á tilfinningunni að ég sæi í Kverkfjöll. slíkt var útsýnið. Ég hef varla séð annað eins frá því (og fyrir utan) ferðina með Ebbe í lok ágúst!
Og ekki versnaði það þegar yfir Skandinavíu var komið.
Toppnum var svo náð þegar við Hildur Saga hittumst!
Ég naut þeirra forréttinda í dag að fá að sækja hana í skólann og við röltum heim, út á leikvöll, þar sem við vorum að róla, renna og moka í sandkassa í rúmlega tvo tíma. Ekki amalegt það. Ekki var séð annað en hún væri hæstánægð og afinn sveif á sæluskýi.

1 ummæli:

  1. Ég held að Hildur Saga sé jafn hátt upp þú. Það er ekki leiðinlegt að hafa afa hjá sér, hvað þá tvo:)

    Sandra

    SvaraEyða