Ringo er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann var líklega eini bítillinn sem setti bítlana til hliðar og snéri sér að allt öðrum hlutum í raun.
Ringo hefur alltaf yfir sér ákveðna helgi. Hann var þekktur fyrir vinnulag sitt sem trommari og varð mörgum fyrirmynd. Hann varð trommarinn sem var mikilvægur hluti af hljómsveit - fullgildur meðlimur. Sem dæmi má nefna að The Kinks töldu sig varla þurfa trommara, hvað þá fastan trommara um tíma.
Ringoismi var svo orð yfir orðfæri kallsins en upp úr honum ultu frasar eins og Its been an Hard Days Night og Tomorrow Never Knows sem urðu lagaheiti. Fleiri dæmi má nefna.
Þegar Beatles lögðu upp laupana reyndi Ringo fyrst fyrir sér með plötuútgáfu og gekk vel. Alls eru plöturnar 14 frá 1970 til 2008. Á þeim má heyra allskonar tónlist en almennt þó gleðitónlist.
Sú fyrsta var gerð strax í kjölfar Abbey Road og George Martin hjálpaði við upptökurnar. Platan átti að vera nostalgía með tónlist frá yngri árum foreldra hans. Platan fékk góða dóma en litla sölu. Beucoups of Blues kom sama ár (1970) en það er country plata tekin upp í Nashville. Aftur voru aðdáendur Ringos kátir með plötuna en hún seldist illa og Ringo snéri sér að kvikmyndaleik.
1973 kom ný plata með Ringo sem heitir Ringo. Þetta er almennt talin besta platan hans en stóri gambíturinn var að hann fékk félaga sína úr Bítlunum með sér. Í fyrsta laginu - I´m the greatest - er öll áhöfnin af Let it Be nema McCartney. Lennon samdi lagið, spilar með Harrison og Billy Preston. Í næsta lagi var Marc Bolan og þar næst var stóri slagarinn Photograph sem Harrison samdi með Ringo.
Harrison samdi annað til og McCartney eitt og söng í öðru.
Platan er samansafn af gleðipunktum og ég man vel hvað hún var skemmtileg.
Á næstu plötum lék hann sama leikinn og á þeim spila, auk Bítlanna (alltaf hver í sínu lagi), Elton John, Eric Clapton og fleiri og fleiri. Af öðrum slögurum er No no song en í heild gengu þessar plötur mátulega en Ringo fékk aðra hugmynd sem verður fjallað um á eftir.
Ringo var samt svolítið hvass á stundum. sem dæmi má taka B-hlið It dont come easy frá 1971 en þar er að finna Early 1970. Þar sendir hann félögum sínum, sérlega þó John og Paul föst skot vegna uppgjörs Bítlanna.
Árið 2003 kvaddi hann George í laginu Never Without you. Það er einmitt flott að sjá sambandið milli hans og Paul á minningartónleikunum um George 2002.
Ringo hætti fljótlega að keyra á plötuútgáfu en helgaði sig um tíma kvikmyndaleik og átti sínar stundir í fjölmörgum kvikmyndum.
Einna magnaðasta framtak Ringos er þó hvernig hann setti saman stjörnusveit sem hefur troðið upp í tíu útgáfum frá 1989. Þarna er stjörnufans og margir gamlir. Nefnum Joe Walsh, Dr. John, Billy Preston, Todd Rundgren, John Entwhistle, Mark Rivera, Gary Brooker, Jack Bruce, Simon Kirke, Timmy Cappello, Roger Hodgson, Ian Hunter, Greg Lake, Sheila E., Rod Argent, Hamish Stuart, Edgar Winter, Gary Wright og eru þá einungis fáir nefndir. Ef þú þekkir ekki nafnið þá er það google og wikipedia!
Ringo var merkilegur músíkant fyrir það að koma trommuleik í lykilsæti í rokkinu. Margir fylgdu eftir og upp kom hópur ofurtrommara s.s. Greg Palmer, Bill Bruford, Phil Collins o.fl. Hann sagði hins vegar um sig að það væri hans mál að sjá til þess að halda takti og á Liverpool 8 plötunni segir: I never missed a beat. Þess vegna tók á að fá hann til að taka trommusóló í laginu The End á Abbey Road.
Hann birtist alltaf sem jákvæður kraftur og er enn frekar glaðlyndur kall þó hann halli í sjötugt. Hann er fæddur 1940. Hann var elstur og yngstur Bítlanna. Flottur kall.
Þess má einnig geta að hann var í Thomas the Train teiknimyndunum:)
SvaraEyðaÉg er alltaf að bíða eftir að þú farir að telja niður þangað til við komum:P
SvaraEyðaSandra