Byrjum á byrjuninni.
Já, mér finnst Paul flottur. Já, ég held meira upp á hann en aðra bítla og já, ég held að hann sé í hópi mest skapandi tónlistarmanna 20. aldar.
En þegar ég er spurður hvor hafi skipt meira máli í bítlunum segi ég pass. Bítlarnir voru það sem þeir voru af því að þessir fjórir komu saman með George Martin. Aðrir menn = önnur útkoma.
Búið.
Paul McCartney er frekar sérstakur listamaður. Fyrir það fyrsta á hann gríðarlegt safn af lögum sem allir kunna og vilja fá að heyra. Hann fyllir leikvanga af fólki og feeling og sendir fólk frá sér í hamingjusælu af stemmingunni einni saman.
Eftir hann munu liggja 55 hljómplötur í eigin nafni og hljómsveita, 75 smáskífur, þrjú plötusöfn og á sjötta tug myndbanda með lögum. Hann hefur túrað linnulítið frá því að bítlarnir hættu 1971. Um hann er sagt m.a. á Wikipedia að hann sé enskur söngvari og lagahöfundur, ljóðskáld, tónskáld, hljóðfæraleikari á fjölda hljóðfæra, frumkvöðull, útgefandi tónlistar og kvikmynda, listmálari, baráttumaður vegna umhverfis- og friðarmála. Hann teljist stofnandi The Beatles og Wings, sem hvor um sig hafi sett ný viðmið í vinsældum. Hann teljist "the most successful songwriter in the history of popular music." Þessi fullyrðing sé staðfest í Guinness World Records. Hann eigi 60 gullplötur og hafi selt yfir 100 milljón smáskífur. "Yesterday" lagið sem Paul samdi og hljóðritaði einn fyrir Help plötuna hefur verið ábreiðulag meira en 3,500 listamanna á plötum og er mest "covered" lag sögunnar. Það hefur verið spilað yfir 7,000,000 sinnum í bandarísku útvarpi og sjónvarpi. "Mull of Kintyre", lag sem hann samdi fyrir Wings 1977, varð fyrsta smáskífan sem seldist í meira en tveimur milljónum eintaka í Bretlandi einu saman og er enn mest selda smáskífan sem ekki tengist góðgerðarmálum. Enginn skákar honum í Bretlandi hvað smáskífur varðar. Hann hefur átt 32 smáskífur sem náð hafa fyrsta sæti bandaríska listans. Hann hefur verið að frá því fyrir 1960 en það telst stofnár Beatles.
Helstu útgáfur karlsins eru (NB sumar voru fleiri en ein skífa):
↙Hljóðversplötur 22
↙Tónleikaútgáfur 8
↙Safnplötur 3
↙Smáskífur 75
↙Kvikmyndaplötur 12
↙Tónlistarmyndbönd einstakra laga 55
↙Kvikmyndatónlist 1
↙"Klassískar plötur" 5
↙Annars konar plötur 7
Eins og áður er sagt er Paul hljóðfæraleikari í fleirtölu. A.m.k. þrjár plötur liggja eftir hann, í hans nafni, þar sem hann leikur á öll hljóðfærin og þær eru raunar fleiri. Ef hann hefði ekki tekið að sér bassann af Stu Sutcliffe hefði heimurinn líklega séð gítarleikara. Sjáið þessi vídeó:
Callico skies, Blackbird, tveir puttar og Jenny Wren.
Góður gítarleikari, mér vel kunnugur, segir að það erfiðasta við lög Paul sé hversu nákvæmur maður þurfi að vera.
Hvað hljómleikastemmingu varðar bendi ég á þetta.
Hér á eftir er listi yfir plöturnar með athugasemdum um sumar.
Hljóðversplötur:
1970 McCartney - einföld og öll spiluð af Páli sjálfum. Ekki merkileg en næsta var betri!
1971 Ram er dæmigerð plata eftir karlinn og hlaðinn góðum lögum, s.s. Back seat of my car og Uncle Albert sem er eitt af mörgum tilraunalögum Pauls.
1971 Wild Life fyrsta platan undir nafni Wings.
1973 Red Rose Speedway var líka Wings. Ofurvinsæl m.a. vegna My love. en full af smálögum og skemmtilegum stubbum.
1973 Band on the Run líklega besta plata Wings og jafnan talinn einn af hápunktum Pauls. Á henni eru fjölmörg afbragðslög s.s. Band on the Run, Jet, Bluebird, Mrs Vandebilt, Let Me Roll It (Skot á Lennon), Mamunia, og Picasso's Last Words (Drink to Me).
1975 Venus and Mars (Wings) og nú voru þeir á siglingu þar sem þeir seldu tónleikamiða í bílförmum. Ágæt plata en gloppóttari en næsta á undan. Bæði Band on the run og Venus and Mars sátu í fyrstu sætum lista víða um heim. Góð lög t.d. Rock Show, You Gave Me the Answer, Call Me Back Again og Listen to What the Man Said.
1976 Wings at the Speed of Sound (Wings) frábær tónleikaplata.
1978 London Town (Wings) Ágæt með t.d. samnefndu titillagi.
1979 Back to the Egg (Wings) þykir jafnan með þeim lakari. Þó eru afbragðslög s.s Baby's request.
1980 McCartney II sólóplata - hann leikur allt sjálfur!
1982 Tug of War var sólóplata og er samfelld sæla. Frábær lög hvert af öðru. Þarna er lag með Ringo og George Martin, annað með Stevie Wonder og lagið Here today sem er tileinkað minningu Lennon.
1983 Pipes of Peace aðallega fræg vegna samstarfs við Michael Jackson og hið ógnarvinsæla Say, say, say.
1984 Give My Regards to Broad Street sem er hljóðrás samnefndrar kvikmyndar. Nokkur tilraunaverkefni og allt í góðu. Uppáhald? Breytt útgáfa af Long and winding road.
1986 Press to Play frekar gleymanleg
1988 Снова в СССР rokkstandardar útgefnir fyrir Sovétríkin.
1989 Flowers in the Dirt afbragðsplata unnin með Elvis Costello.
1991 Unplugged (The official bootleg) er lagasafn tekið upp fyrir MTV. Hann var sá fyrsti sem gaf sig í þetta síðar geysivinsæla verkefni þannig að plata var gefin út. Nokkrir slíkir konsertar höfðu verið sendir út (Jethro Tull voru fyrstir) en ekki gefnir út. Hann var nýkominn úr stórum túr og var alveg til í að prufa gömul lög, m.a. af McCartney plötunni fyrstu, alveg án rafmagns. Öll hljóðfæri órafmögnuð og allt tekið upp í gegnum utanáliggjandi hljóðnema. Skotheld plata en ekki nýtt efni.
1993 Off the Ground ágæt plata með nokkrum úrvalslögum.
1997 Flaming Pie ein sú albesta unnin m.a. með Jeff Lynne og mörgum gestum. Nánast skotheld.
1999 Run Devil Run - ekki hlustað á hana eða næstu!
2001 Driving Rain
2005 Chaos and Creation in the Backyard enn einn gullmolinn, unnin með Nigel Godrich, pródúsent Radiohead og Beck. Topplagasafn og sólóverk Paul. Hann fær örlitla aðstoð hljóðfæraleikara.
2007 Memory Almost Full líklega síðasta sólóplata karlsins eða hvað?
Lifandi plötur: 1976 Wings over America, 1990 Tripping the Live Fantastic, 1990 Tripping the Live Fantastic: Highlights!, 1991 Unplugged (The Official Bootleg), 1993 Paul Is Live, 2002 Back in the U.S., 2003 Back in the World, 2009 Good Evening New York City.
Af þeim eru unplugged platan og Wings platan flottastar. Hinar eru góðar...
Safnplötur: 1978 Wings Greatest, 1987 All the Best!, 2001 Wingspan: Hits and History. (gott safn)
Klassík(?): 1991 Paul McCartney's Liverpool Oratorio (with Carl Davis),
1997 Standing Stone, 1999 Working Classical (dægurlög í nýjum búningi), 2000 A Garland for Linda (Various Artists) (minningarplata), 2006 Ecce Cor Meum (einkennisorð skjaldar sir Pauls (á ensku Behold my heart)).
Hljóðrásarplata (Kvikmynd): 1967 The Family Way.
Aðrar plötur (t.d.):
1977 Thrillington "(Percy ""Thrills"" Thrillington)"
1993 Strawberries Oceans Ships Forest (The Fireman)
1998 Rushes (The Fireman)
2005 Twin Freaks (with The Freelance Hellraiser)
2008 Electric Arguments (The Fireman) => þessar fimm plötur eru tilraunakennd verkefni. Á þeirri síðustu voru settar fram hugmyndir um stef og efni texta og síðan átti karlinn að láta vaða.
Er meira að segja um Paul? Það er sama hvað gagnrýnendur segja. Sala platna, vinsældir laga, tilraunaverkefnin, margar framsæknar hugmyndir... Sýnið mér annan sem hefur verið jafnfjölbreyttur og afkastamikill síðustu 50 ár...
Ég veit ekki afhverju en ég hef aldrei haldið mikið upp á John. Hinir þrír hafa hinsvegar verið í miklu uppáhaldi - sem karakterar, og svo eru Bítlarnir auðvitað Bestir- alltaf! Tónlistin hans Paul er bæði skemmtileg og falleg, mér finnst þetta lag sérstaklega fallegt: http://www.youtube.com/watch?v=j0afIwq6QSg . Hinsvegar er alveg morgunljóst hver á heiðurinn af tónlistarlegu uppeldi mínu Pabbi minn:) Knúz stelpan
SvaraEyða