
Þetta merki sendi hún Sigga mér. Það er víst einhvers konar viðurkenning og mér þykir satt að segja vænt um það. Ekki svo oft sem ég fæ svoleiðis.
Ég skil vel að hún skildi fá hana.
Þessari viðurkenningu fylgir að ég setji tengil yfir á bloggið hennar, ég á að skrifa 7 staðreyndir um sjálfan mig og senda 7 bloggurum viðurkenninguna áfram. Þeir sjö sem mér detta helst í hug hafa þegar fengið! svo ég sit bara á þessu þar til síðar en sjö staðreyndir um sjálfan mig:
- Ég er sérstakur áhugamaður um fjölskyldu mína.
- Ég er afi og elska það!
- Ég nýt þess að þenja gítar og/eða hlusta á tónlist. Sérstaklega lifandi tónlist.
- Leikhús og bíó eru æði.
- Matur. indverskur matur, ítalskur matur, kínverskur matur, pissan heima, maturinn hennar Siggu...
- Ég dýrka konuna mína.
- Það eru nokkrir hlutir sem ég reyni að gera:
- passa fjölskylduna
- mæta stundvíslega í vinnuna
- gera ekki saklausum mein
- tala hreint út
- leika ekki við ljótu kallana (þessi fyrstu atriði eru fengin úr Edge of Darkness - frábær mynd)
- ég er áhugamaður um skólamál
eru þetta sjö atriði eða tólf? Þetta er aðlöguð mynd af Tyne fljóti - en mig langar að búa þar hjá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli