10.3.10

Kellys heroes

Ein sérstæðasta stríðsmynd allra tíma er án efa Kellys Heroes með þeim Clint Eastwood, Telly Savalas og Donald Sutherland. Myndin er full af stórstjörnum en ólík mörgum slíkum stórstjörnumyndum er þessi ansi góð. Myndiin fjallar um liðþjálfann Kelly, sem kemst á snoðir um nasistagull og ákveður að munstra upp liðshóp að sækja það.
Í myndinni má sjá gráan húmor og kaldranalegan en það er líka spilað með mannlegar tilfinningar s.s. græðgi, vináttu, einbeittan vilja, spillingu o.fl.
Clint leikur Kelly sem er einbeittur og ákveðinn í að komast í gullið. Savalas er liðsforingi sem stendur frammi fyrir því að vera sveitalaus eða fara með. Hann ofleikur að vanda en stillir upp góðum manni innst við beinið sem er þrátt fyrir all heiðarlegur og annt um menn sína. Sutherland leikur skriðdrekasveitarstjórann Oddball en hann er einskonar hippi og alveg að leka niður úr kæruleysi og jákvæðni. Eitt sinn er hann í miðri orrustu þegar drekinn bilar. Fær sér vín og osta og segist aðspurður sosum geta keyrt drekann en hvernig hann virki - ekki hugmynd!
Framan af mynd raða menn sér á vonarspenann og ávinningurinn per mann að hverfa. Ná Kelly og menn hans endastöð? Ná þeir að hrista af sér farþegana?
Myndin er reglulega á TCM.
Mér finnst alltaf gaman að þessari Eastwood mynd. Hún gengur alveg upp sem grín og gaman.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli