Ég velti stundum fyrir mér þegar ég hlusta á uppistand eða horfi á afþreyingarefni hvort þeir sem þar stjórni ferð séu meðvitað eða ómeðvitað að markaðssetja vissa lífshætti.
Til að gera einfalt mál flókið má taka Marlboromanninn. Hann var flottur. Hann og hans líkar seldu tóbak - markvisst og kerfisbundið. Þrír sem léku hann dóu úr krabbameini vegna reykinga...(Three men who appeared in Marlboro advertisements - Wayne McLaren, David McLean and Dick Hammer - all died of lung cancer - wikipedia).
Kvikmyndir og afþreyingarefni selja lífsstíl. Vörumerki seljast út á bíómyndir. Perrier vatnsframleiðandinn vildi auglýsa í James Bond. James Bond drekkur ekki vatn. Perrier auglýsingin í Goldeneye er ógleymanleg.
En hver er munurinn á að auglýsa bíla, tölvur, vatn, áfengi, ferðamannastaði, tóbak og fíkniefni? Getur verið að fíkniefnasalar séu að komast í þá stöðu í Hollywood að þeir geti selt vöru sína í bíómyndum án athugasemda?
Nýlega sá ég tvær bíómyndir sem reyndar eru hvorug markaðssettar fyrir unglinga. Þetta er ellismellurinn It's complicated með Meryl Streep, Andy Garcia og Steve Martin og miðaldrasmellurinn The rebound með Setunni (Catherine Zeta Jones Douglas).
Í báðum detta menn í jónu í partíi svona eins og unglingar sem stelast til að stúta bjórdós.
Þetta er kannski til að undirbyggja það viðhorf að allir séu að geraða?
Eru einhver mörk í þessu?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli