25.1.12

Aurora Borealis - Norðurljós

Að kvöldi 23. janúar 2012 vorum við hjónin að taka saman eftir góða helgi í bústað á Flúðum þegar himininn lýstist upp af norðurljósum. Ég skellti gömlu 18-55 mm eos linsunni framan á digital vélina, þrífæti undir, stillti á sjálftöku og tvær sekúndur. Árangurinn er hér að neðan.
Ef þú vilt sjá stærri mynd þá tvísmellirðu á myndina og ef þú notar mynd þá segirðu hvaðan þú tókst hana.

 myndin að ofan er sama mynd og að neðan. Ég lýsti bara myndina og þá sást dansinn sem ég var að horfa á. Á neðri myndinni sjást Ásinn og trén.

 Aftur sama mynd að neðan og ofan - bara lýst.








 Alltaf - sama mynd að ofan og neðn
 En sú sem hér að neðan er svolítið stílfærð!




Algjört æði Norðurljósin!

1 ummæli:

  1. Ég bókstaflega elska þetta fyrirbæri. Maður er bara alltaf jafn agndofa yfir þessari fegurð!

    Helga Dröfn

    SvaraEyða