8.3.12

Fjarnám

Fjarnám er til umfjöllunar utan á Fréttablaðinu um daginn (11/2/2012) og aftur inni í því á bls. 6.
Fjarnám var hugtak sem menn sáu fyrir sér í hillingum á árum áður og var lausn dreifðra byggða og einangraðra hópa. Vöxtur þess var alla tíð nokkur og varð meiri eftir því sem tölvusamskipti löguðust, gagnahraði jókst, forrit urðu aðgengilegri o.s.frv.
Seinustu árin fyrir hrun jókst fjarnámið líklega vegna tveggja hópa. Annars vegar framhaldsskólanemenda sem annaðhvort voru að flýta sér eða ná í áfanga sem þeir gátu ekki fengið í hefðsbundnu námi. Hins vegar vegna duglegra grunnskólanema sem vildu læra meira en grunnskólinn bauð.
Seinni hópurinn var skorinn burtu í skammsýnni stjórnvaldsaðgerð.
Í Fréttablaðinu er talað um að fjarnám kosti 370 þúsund. Það er það sem nemandinn borgar til að fá stúdentspróf – ef hann fellur aldrei. Ríkið borgar síðan á móti fyrir hverja einingu. Ef það borgar sama verð og í venjulegu námi þá eru það líklega hátt í tvær og hálfa milljón en líklega er það lægra.
Menn sjá ofsjónum yfir þvi hversu mikið fjármagn fer í menntakerfið og raunar fleiri kerfi. Spyrja hvort ekki megi nýta fjármagnið betur. Vissulega hlýtur það að vera hægt en þá þarf að skoða kerfið því það kerfi sem nú er starfrækt eru í miklum viðjum laga, kjarasamninga o.fl.
Hvað fjarnámið varðar þá er þar á ferð sami vandi og í vanalega skólakerfinu (að mínu mati) og hentar þess vegna betur hópum sem ekki eru í námsvanda vegna tungumála eða annars. Og þetta þarf að skoða. Í mörgum tilfellum er nákvæmlega sama efnið, verkefnin og prófakerfið í fjarnámi og skólanámi. Þess vegna getur duglegur nemandi ekki afgreitt áfangann á styttri tíma og sá seinfarandi á lengri.
Mér finnst þetta atriði sem skoða þarf.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli