14.3.12

Slade? Hvað var nú það?


Manst þú eftir Slade?
Slade var líklega eitthvert undarlegasta fyrirbæri pönksins sem varð að glitterrock bandi allra tíma. Hvað skildu þeir eftir sig?
T.d. þetta. Heyrist á hverju ári!
Slade komu fram í byrjun áttunda áratugarins með arfaeinfaldar melódíur en stuð dauðans. Háhælaðir skór, furðulegir hattar og stuð. Hvað var til betra! Ég man eftir sjónvarpsþáttum af tónleikum þeirra og ég græt enn í dag að hafa ekki farið þegar þeir komu til landsins til að syngja með þessu eða þessu eða þessu.
Smá bjór og góður stemmingshópur gerir þetta (sýnir að ellismelliir deyja aldrei) dásamlegt en þá eru Genesis eða Pink Floyd heldur ekki í sjónmáli. Þetta er allt eins en svo mikill hljómur. Ímyndaðu þér Slade í Eldborg -  ekki stóll eftir í salnum. Það situr enginn kyrr!
In for a penny er alveg eins og How does it feel... Það er ekkert original nema humorinn – Lock up your daughters – eða þetta og allir með því allir kunnu lögin eða lærðu þau á tveimur sekúndum. Rock með skosku Cailidh ívafi. Settu þetta hátt í alvöru tæki.(Dæmi um Cailidh frá Galashiels hér)
Og ef jólalagið góða hér fyrst í pistlinum dugir ekki til að halda þeim á stefgjöldum þá er klassi eins og þessi sem aldrei deyr!
Hver man Slade? Hver gleymir þeim?
 

1 ummæli: