10.3.12

Vorvísa

Þegar glíma vor og vetur
virðist glíman ströng.
Stundum titrar sálartetur
af tregaþungum söng

Finnst þér vetur eiga að víkja
vorið að sækja  að
Núna fari fugl að skríkja
sér finni hreiðurstað

Oft vill vetrar kalda kló
krækja fast í svörð
og vorsins litlu fögru frjó
fela sig í jörð
Hélan hylur bíl og stétt
af hörku kuldinn nagar
Köld þá sýnist sérhver frétt
slítur, brýtur, plagar

En þá er að muna og meina vel
margt þó efann styrki
að lokum vorið vinnur hel
vaknar blómavirki

Þá er að fagna sumri og sól
setja'út vetrar pínu
næra lífsins besta ból
sem býr í hjarta þínu

1 ummæli:

  1. Like (er orðin of feisbúkkuð til að geta tjáð mig betur en það)

    SvaraEyða