Síðan var okkur ekið í fjöllin í miðju landsins en þar
eru borgirnar Rabat og Mdina sem eru
fornar höfuðborgir Möltu. Upphaflega ein borg sem hét Melíta eða Hunang sem var
ein aðalframleiðsluvara Maltverja í þá daga (auk þess sem eyjan er hunangslituð
segja þeir). Gangur sögunnar var sá að Maltverjar hafa búið við ok og yfirráð
Grikkja, Karþagómanna, Rómverja, Germanna, Araba, hnna og þessara og síðast
Breta. Þegar Arabar réðu þá skiptu þeir Melíta borg í tvær – Rabat og hina
víggirtu Medina en það eru margar Medínur í arabaheiminum. Í dag heitir Medína
Mdina. Við fórum sem sé til Mdina. Aksturinn tók óratíma enda eru skilstl mér
allir Möltubúar á eigin bílum og á vissum tímum sólarhringsins eru þessir allir
úti að aka. Við vorumí rútu og það var ógnvænlegt að sjá henni sveiflað um
göturnar. Það væri ráð að kanna rýmisgreind rútubílstjóra.
Alla vega. Mdina er líka kölluoð borgin þögla því hún var
vígi araba og þar var lítið um annað en virkið og hallir þeirra að ræða.
Skemmtanahald fór fram annars staðar. Fyrir utan mannvirki og spor araba þá
voru þarna að flækjast (eftir daga araba) Frakkar og Ítalir og áfram hélst sú
stefna að þarna eru hallir og trúarmiðstöðvar og varnarvirki en borgin að mestu
þögul.
Þarna var gaman að fara um og mikið var veitingstaðurinn
góður. Þar voru bornir fram sjö forréttir á hlaðborð, sjö aðalréttir og átta
eftirréttir.
Enn og aftur var stolt þessa fólks mikið og það svo
sannarlega vildi gera vel við okkur.
Svo var okkur ekið til baka og klukkutímaferðin tók 15
mín. I rest my case! Hér þarf að tolla bíla, hækka bensínverð og lækka í
strætó!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli