19.3.16

Start spreading the news!

Aldeilis merkilegur dagur.
Við sigldum (á bílnum) (eftir Keflavíkurveginum) (til suðurs) með það í huga að vera komin tímanlega því manni er sagt að gefa sér góðan tíma í Ameríkuflug. En við runnum í gegn og inn og vorum með rétt tæpa þrjá tíma til að eyða...
Tímanum var sosum vel varið í að spjalla við hálfan Hafnarfjörð. Svo kom í ljós hvers vegna við þurftum svona langan tíma! Be warned! Það er röðin út úr landinu! Vegabréfaskoðun og allt það. Úff svo er verið að tala um innflytjendur!
Út í vél – Hengil, sem er skírð eftir ELDFJALLINU! Úff.
Við komin í loftið, kemur ekki ein freyjan með sendingu frá stelpunum mínum, Helgu, Rannveigu og Sunnu! Þvílíkir snillingar!

Góð byrjun en svo var það svolítið downhill...

Töskurnar ykkar sör? Ja þær eru á Íslandi og koma á morgun (ekki eitt sorry þarna)...

Ég vildi taxa inn eftir. Sigga vildi lest. Ég vann – og tapaði.
Sigga: af hverju pumpar bílstjórinn bensíngjöfina svona? Það er eins og að hann sé að slá taktinn?
Ég: (grænn í framan) uml.
Sigga: heldurðu að hann sé með bílpróf?
Ég: (enn þá grænni en áður) Uml uml
Sigga: hvað ættum við að fá okkur að borða (hrekkjalómasvipur).
Ég (orðinn spanskgrænn) hefðum við átt að að taka lest?

Og svo átti að vera smá huggulegheit á herberginu þegar við kæmum, en "sir" við ákvaðum að það væri heppilegra að gera það annan dag því þið yrðuð jetlaggged og jatejatejate.

Allavega, Tökum breska viðhorfið. Stiff upper lip og við út að ganga.
Og maður lifandi. Manhattan. Mannmergð, allar gerðir, litir og stærðir.
Segir ekki meira af því nema hér var heiðskír himinn, tungl í vexti og við upp í Empire State building.
Þetta hús er mjög merkilegt. Marmaraklætt að innan og svo fer maður í lyftu frá 2. hæð upp á 80 sem gerist svo hratt að maður sér bara 10-20-30-40-50. Ég veit ekki hvað mig er oft búið að langa upp í þessa byggingu. Yfirþyrmandi.
Hverjir muna rómó senur uppi á Empire state?

Útsýnið var óborganlegt en kannski einna magnaðast að horfa á flugvélar koma inn á JFK, La Guardia og Newark. Eins og eldflugur í fjarskanum.

Það var kalt en samt heitt, gjóla á einn veginn og logn á annan. Ljós borgarinnar lýstu eins og augað eygði.

Mikið hlakka ég til að vera hérna og anda þessari borg að mér.








Þessi er fyrir Söru og ÁSM og...













Eins og Frank sagði: I want to wake up in a town that never sleeps!
https://www.youtube.com/watch?v=i-ZUXQuFcnw 
Og svo er hún hérna franska frökenin sem lýsir skipum leið til hafnar!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli