21.11.17

Meira af Do buy nei ég meina Dubai

Það er nú ýmsu við að bæta frá fyrsta deginum (utan flughafnar) í Dubai.

Í fyrsta lagi gekk nú á með ýmsu frá Delhi. Lemon tree er akkúrat svona eintak sem sett er niður rétt við flugvöll og fólk gistir á þegar það er að millilenda eða er á leið í flug. Lítil en mjög snyrtileg herbergi og allt það, hljóðbært og í sjálfu sér ágætur restaurant, þar sem stefnan er að vera með fatlað fólk í vinnu.
 Ferðin frá hóteli á völlinn var góð nema eftir djarflegan akstur DK þá þótti okkur þetta hálf máttlaust. ÁSM segist sjá mig fyrir sér í sama leik á Sæbrautinni... SAma leik og DK það er.
Síðan byrjaði ballið.
Við vorum netskráð en afar ákveðinn Emirates starfsmaður sagði hina röðina ganga betur og skipaði okkur í hana. Hin röðin gekk miklu betur og ég vísa á frú mína elskulega ef fólk vill fá lýsingar á hátterni mínu við slíkar aðstæður.
Við innrituð - vegabréf skoðað öðru sinni. Við í til útlendingaeftirlitsins að skoða hvort við höfðum mátt vera í landin, (Passi og byrðingskort (boarding card) P og B). við í vopnaleit (P og B). Við í Fríhöfn  (P og B).  (P og B). Við út í hlið ( (P og B) og við í röðina út í vél  (P og B) og loks út í flugvél (B).
Er ég kom út í vél þá stóð þar flugfreyja og sagði mér að sæti 38 væri aftar og benti mér hvert ég átti að fara. Það vita Guðir og helgar vættir hversu glaður ég er að hafa manneskju sem bendir mér á svona.
Úti í vél kom upp ástand með sætin okkar og fyrr en varði sat ég ekki lengur í gangsæti heldur í miðju. Var að hugsa um að gera vesen því nú var ÁSM orðin eins og ég var í innritunarröðinni...
En allt gekk þetta nú vel. Við pöntuðum Uber og til okkar kom Lexus ráðherrabíll. Inn á hótel og það var allt Yes mam og certainly sir. VIð erum í tvegja herbergja íbúð með eldhúsi, þvottahúsi og baði.
Á 26. hæð. Af 40.
Eftir smá snyrtingu og svoddan var arkað út í Metró og þaðan niður á Marinu, skoðuðum okkur um sögðum nó þeink jú við ágenga þjóna. Lóðsuðum okkur niður á strönd sem var nokkuð flókið, miðað við að bærinn er með Marínu! Gengum spotta á ströndinni og leituðum svo leiða aftur upp á götu. Við fundum leið og viti menn. Allt í einu stóð þar öryggisvörður þungur á brún. Við útskýrðum erindið og hann sagði ábyggilega fjandans útlendingar á arabísku, fylgdi okkur upp undir hótel go tjáði mér að fæstar strandirnar væru almennings - flestar væru í eigu hótelanna.
Þar lét hann okkur í hendur annars 0ryggisvarðar sem fylgdi okkur nánast út um aðalinnganginn.




Engin ummæli:

Skrifa ummæli