11.5.09

Það haustaði snemma í vor

Það haustaði snemma í vor
og fólkið barði sér
er það stóð sumarklætt
í flugstöðvarbyggingunni
og beið eftir næstu vél til Spánar.

En rónarnir í Austurstræti hlógu
og bentu góðlátlega á að best væri að fá sér hlýju
úr vökvanum, úr apótekinu eða ríkinu.

Svo ég settist bara hjá rónunum,
sníkti mér sopa af portúgal
og hugsaði betur um það sem ég minntist víst á áðan,
að það haustaði snemma í vor.

(Þetta ljóð birtist í skólablaði MR líklega veturinn 1975-6. Eins og veðrið er núna þá á það við sem og þetta úr Lesbókinni 24.des. 1976 blaði II bls. 10 - sjá timarit.is - það er annað ljóð í 33. tbl. þess árs. Gísli Sig. ritstjóri var mér góður).







3 ummæli:

  1. Gaman að fá innsýn í hugarheim föður síns á unglingsárunum. Takk!

    SvaraEyða
  2. Sammála Gulla:)

    Hérna í Ástralíu er líka haust að vori:) Mjög skrítið!

    SvaraEyða