Þetta eru búnir að vera harla ruglingslegir dagar. Ég er að undirbúa mig undir að taka við stjórn þessa gamla skóla, Flensborgarskólans. Ég viðurkenni að ég er svolítið stressaður, mjög spenntur og satt að segja verulega lotlegur undir byrði sögu þessa merka skóla og þeirra sem hann hafa leitt. Ég finn afar sterkt fyrir þeirri hugsun sem Þórarinn Böðvarsson lagði upp með og setti í hendur syni sínum Jóni, að byggja upp skóla sem þjónaði öllum og kannski ekki síst þeim sem áttu síst kost á öðru.
Saga skólans er stórmerkileg og Jón Torfi Jónasson hefur sagt að tímabilið í kringum aldamótin 1900 hafi verið réttnefnt Flensborgartíminn í sögu landsins. Svo sterk var forysta Jóns.
Við þennan skóla einan hér á landi var Kjarval við nám ásamt aragrúa fólks sem bæði er þjóðþekkt, jafnvel heimsþekkt, sem og þeirra sem fóru í gegn án þess að skrifa nafn sitt í aðrar bækur en sinna nánustu. Þarna lærði Sigurður Þórðarson frá Laugabóli, sá góði og yndislegi maður. Það var göfgandi að kynnast honum og henni Ástu!
Skólinn var í forystu með þeim sem þróuðu áfangakerfið og hann var í hópi þeirra sem mótuðu námskrá fyrir framhaldsskóla 1981-86. Og nú held ég að við séum aftur að skora hátt. Við sjáum allskonar riddara berja brjóst sitt með hlutum sem við kenndum þeim. Þannig voru vinir mínir í IH á Flatahrauni að segja frá því í Skólavörðunni hvernig þeir virkja nemendur í sjálfsmati með aðferð sem við höfum beitt í fjölda ára undir nafninu Hlýtt á nemendur. Njóti þeir vel!
Ég held við séum að vinna í anda þess að bjóða breiðum hópi nemenda góðan undirbúning undir líf, nám og störf. Ég held við séum að leita leiða til að byggja upp stoðkerfi sem aðrir mættu skoða og taka sér til fyrirmyndar. Og ég held að samtöl við foreldra og nemendur sýni mér að við séum alla vega á réttri leið. Hvert sem hún nú liggur!
Og ég held að forysta skólameistara skipti máli ásamt samhentum hópi fagmanna sem vilja leysa þau verkefni sem fyrir þeim liggja með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Þannig að það er ekki skrýtið að ég fyllist ákveðinni lotningu að horfa á þessa miklu sögu sem og þennan sterka og öfluga hóp sem ég á að leiða.
Annað sem segir mér að við séum á réttri leið er aðsóknin núna í vor. Það er ljóst að við fyllum skólann af þeim sem völdu okkur sem fyrsta val, koma úr 10. bekk og/eða eru undir 18 ára aldri. Við þurfum að vísa stórum hópi frá og erum að fá til okkar mikið safn af viljugu fólki sem vonandi stendur sig vel.
Flensborgarskólinn er skólinn. Við viljum sinna nemendum okkar og treystum
því að þau fari ánægð frá okkur,- og að báðir verði reynslunni ríkari.
Og hvernig undirbýr maður sig?
Golf snemma morguns, átök niðri í Sjúkraþjálfara þar sem hún Hulda leggur sitt af mörkum til að gera dagana betri og svo hlaup. Hvernig sem viðrar (eins og sjá má á meðfylgjandi mynd).
Hvað annað sem verður sagt - þá er maður alla vega vatnsekta!
Saga skólans er stórmerkileg og Jón Torfi Jónasson hefur sagt að tímabilið í kringum aldamótin 1900 hafi verið réttnefnt Flensborgartíminn í sögu landsins. Svo sterk var forysta Jóns.
Við þennan skóla einan hér á landi var Kjarval við nám ásamt aragrúa fólks sem bæði er þjóðþekkt, jafnvel heimsþekkt, sem og þeirra sem fóru í gegn án þess að skrifa nafn sitt í aðrar bækur en sinna nánustu. Þarna lærði Sigurður Þórðarson frá Laugabóli, sá góði og yndislegi maður. Það var göfgandi að kynnast honum og henni Ástu!
Skólinn var í forystu með þeim sem þróuðu áfangakerfið og hann var í hópi þeirra sem mótuðu námskrá fyrir framhaldsskóla 1981-86. Og nú held ég að við séum aftur að skora hátt. Við sjáum allskonar riddara berja brjóst sitt með hlutum sem við kenndum þeim. Þannig voru vinir mínir í IH á Flatahrauni að segja frá því í Skólavörðunni hvernig þeir virkja nemendur í sjálfsmati með aðferð sem við höfum beitt í fjölda ára undir nafninu Hlýtt á nemendur. Njóti þeir vel!
Ég held við séum að vinna í anda þess að bjóða breiðum hópi nemenda góðan undirbúning undir líf, nám og störf. Ég held við séum að leita leiða til að byggja upp stoðkerfi sem aðrir mættu skoða og taka sér til fyrirmyndar. Og ég held að samtöl við foreldra og nemendur sýni mér að við séum alla vega á réttri leið. Hvert sem hún nú liggur!
Og ég held að forysta skólameistara skipti máli ásamt samhentum hópi fagmanna sem vilja leysa þau verkefni sem fyrir þeim liggja með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Þannig að það er ekki skrýtið að ég fyllist ákveðinni lotningu að horfa á þessa miklu sögu sem og þennan sterka og öfluga hóp sem ég á að leiða.
Annað sem segir mér að við séum á réttri leið er aðsóknin núna í vor. Það er ljóst að við fyllum skólann af þeim sem völdu okkur sem fyrsta val, koma úr 10. bekk og/eða eru undir 18 ára aldri. Við þurfum að vísa stórum hópi frá og erum að fá til okkar mikið safn af viljugu fólki sem vonandi stendur sig vel.
Flensborgarskólinn er skólinn. Við viljum sinna nemendum okkar og treystum

Og hvernig undirbýr maður sig?
Golf snemma morguns, átök niðri í Sjúkraþjálfara þar sem hún Hulda leggur sitt af mörkum til að gera dagana betri og svo hlaup. Hvernig sem viðrar (eins og sjá má á meðfylgjandi mynd).
Hvað annað sem verður sagt - þá er maður alla vega vatnsekta!
Ég held að þú komir til með að leysa hlutverk skólameistara alveg afskaplega vel af hendi:) Þú þarft engar áhyggjur að hafa, ég veit að þú leggur þig 200% í þetta einsog allt annað sem þú gerir.
SvaraEyðaFrábær mynd, rigningin getur stundum verið ágæt :)