Norður Írland er sérstakt svæði og vonandi í meiri friði en áður var. Meðal gleymanlegra stunda í ferlum John Lennon og Paul McCartney eru tvö lög. Lag Lennons heitir Luck of the Irish og gerði Íra brjálaða. Lag Paul fékk litlu betri viðtökur og hét Give Ireland back to the Irish. Það er samt miklu betra að mínu viti - þetta er rétta útgáfan...
Hins vegar var ekkert á við að fá innfæddan Belfast mann til að sýna manni.
Það magnaðasta við Belfast er þrennt. Andrúmsloftið á vissum stöðum borgarinnar, landamerkin sem eru dregin á margvíslegan hátt og veggmyndirnar.
Hér er myndband sem er úr þætti Billy Connolly um Belfast. LAgið sem er sungið er eftir Tommy Sands, heitir There were roses og er sungið af stúlku sem heitir Cara Dillon og er í samfelldri heild hér.
Textinn er magnaður og sannur. Þar segir m.a.: ,,An eye for an eye was all that filled their mind, / And an eye for another eye till everyone is blind./ I dont know where the moral is or where the song should end, / But I wonder just how many wars are fought between good friends, / And those that give the orders are not the ones to die, / It's Bell and O'Mally and the likes of you and I."
En endum með Billy á Cobblestone pöbbnum...Þorri hvar er hann?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli