9.1.12

Af hverju fer Ólafur Ragnar ekki fram aftur?

Maður spyr sig?
Hann gæti viljað hætta á toppnum - maður ársins hjá Stöð 2, gríðarlegur þjóðarleiðtogi, bjargaði stolti okkar í ICESAVE málinu.

Hann gæti verið búinn að fá nóg af að vera í spéspegli Spaugstofunnar, Áramótaskaupsins og viðlíka. Ég verð nú að segja að útreiðin sem hann og forsetafrúin fengu nú síðast var harkaleg, - en mér að skapi.

Hann gæti verið búinn að fá nóg af þessu ati sem í embættinu felst og ég skil það afar vel.

Kannski vill hann sitja við hafið í Mosfellsbæ og slaka á með frúna sér við hlið.

Kannski sér hann sig í algjörlega nýju ljósi sem mentors íslenskra stjórnmála eða jafnvel heimsmála? Fyrirlestrarferðir eins og Gorbatsjoff, eða Thacher eða Clinton eða þá sáttarullur eins og Carter eða Blair?

Eða gæti verið að hann viti að á næsta kjörtímabili eru meiri líkur en minni á að EES dómstóllinn dæmi ríkið vegna ICESAVE, sem leiði til þess að Ísland þurfi að borga meira vegna málsins en seinasti samningur sem fór til þjóðarinnar hefði leitt af sér?

Maður spyr sig...

En svo má vel vera að hann fari fram aftur...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli