Þá sjaldan að ég gef mér tíma til að setja Standup á fóninn (Jethro Tull 1969) þá kemur alltaf upp í hugann það sama þegar lag númer 3 á seinni hlið hljómar um húsið.
We used to know.
Veit ekki hvort þú heyrir það?
Hér er tónleikaútgáfa frá 1970 (og annað lag með).
Og ég bara verð að ná í Don Henley og Ernina og hlusta á þetta.
Heyrirðu núna?
Anderson hefur alla tíð sagt að ef Henley hafi bruggað Hotellagið upp úr We used to know þá sé hann stoltur af að vera sá sem hafði áhrif á það að svona glæsilegt lag hafi orðið til.
En hver voru tengslin?
Eagles voru að byrja ferilinn og áttu að hita upp fyrir Tull í USA 1970/1971. Eagles áttu smell með Take it easy rétt um það sem túrinn hófst og því voru þetta meira tvær stjörnusveitir saman. Anderson segir að Tull hafi fundist Eagles hallærislegir country gæjar en Eagles hafi litist iilla á þessa bresku furðufugla og því hafi samgangur verið lítill. En We used to know var hluti af sviðsprógrammi Tull þarna.
Þetta er gaman að skoða - nógu gaman til að menn hafi sett upp Oops - oh no they didn't og That song sounds like og Sounds just like og Songs that sound like the same!
Bara gaman!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli