7.2.12

Vel menntuð þjóð


Við erum svo vel menntuð þjóð!
Á ráðstefnu hjá OECD var bent á tvo veikleika í íslensku þjóðlífi, sem báðir ýta undir það að íslenskum ungmennum finnst ekki ástæða að vera lengi í námi.
Annar sé sá að við séum, sem þjóð, minna menntuð en margar OECD þjóðir. Hitt að atvinnulífið gerir ekki kröfur um fagmenntun. Líklega má skrifa vitleysu eins og saltmálið og þungmálmaáburðarmálið á svona hluti. Sem sé verulegan skort á fagmennsku.

En sem sé ég fór á vef OECD og skoðaði mælikvarða þeirra samtaka á menntun þjóða. Við erum ekki sérlega vel sett. Við erum undir meðaltali ESB þegar þar voru 19 þjóðir, en þær voru að meðaltali ríkari en þær sem nú eru (25). Og við erum undir meðaltali OECD.
Þarna er stórt vandamál á ferð. Meðan við erum ekki betur menntuð, meðan við virðum ekki leikreglur og segjum að það sé í lagi að nota iðnaðarsalt í stað matarsalts, meðan við leggjum til jafns fagmennsku menntaðra og ómenntaðra þá er ekki von á betra.
En sem menntuð þjóð erum við ekkert sérlega vel menntuð á heimsmælikvarða.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli