19.4.12

Sumarbyrjun og vetrarlok

Það var fallegur síðasti vetrardagur, þó nóttin væri köld. Hópur úr Flensborgarskólanum fór í Krýsuvík til að sinna ræktun undir styrkri stjórn Björns Guðbrandar hjá Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs. Morgunhópurinn snéri við þar sem það var hvít jörð Þó Sumardagurinn fyrsti sé í dag. Í fyrra snjóaði um mánaðamót apríl/maí. Og vetur og sumar frusu saman! Alla vega var héla á toppnum á bílnum mínum um miðnættið!
Sumardagurinn fyrsti rennur svo upp íðilfagur og mig langar út!
Það gerðust undur og stórmerki í Hafnarfirði síðasta vetrardag. Og svona er nú gaman þegar menn fá góðar hugmyndir og framkvæma þær! Jafnvel þó ýmsum finnist að í mikið sé lagt!
Þannig hafði fæðst í fyrra sú hugmynd að fá eins stóran hóp Hafnfrðiinga í hreyfingu á sama tíma og framast væri unnt!
Því varð til verkefnið Hafnarfjörður á iði (sjá hér og  hér og hér og hér og hér og hér og hér og hér og sjálfsagt út um allt!
Blásið var til hreyfingarveislu þar sem leikskólanemendur og starfsmenn, grunnskólanemendur og starfsmenn auk framhaldsskólanemenda og starfsmanna hittust á átta stöðum í bænum, komu og fóru gangandi (nema þeir sem áttu langlesta leið að fara - þeir gengu aðra leiðina) og tóku lagið saman. Leikskólakrakkarnir leiddu sönginn Í rigningu ég syng (en það var glampandi sól!), grunnskólakrakkar létu alla syngja Höfuð, herðar, hné og tær, aftur og aftur og hraðar og hraðar en Flensborgarar, trúir hollustu og góðri næringu leiddu keðjusöng um mangó og banana og fleira góðgæti.
Svo þegar Flensborgarar söfnuðust aftur til síns heima þá kom Kristján Þór frá Landlæknisembættinu og afhenti gullviðurkenningu til skólans vegna glæsilegrar frammistöðu á ári hreyfingar!

Svo þetta var frábær morgun og allir glaðir (held ég).

Við þökkum ÖLLUM sem tóku þátt, krökkunum og starfsfólki leikskólanna, grunnskólanna og framhaldsskólanna fyrir frábæra þátttöku. Fyrst ætluðum við að fá alla upp á Hamar til okkar en þetta gátu orðið um sjö þúsund manns sem er næstum því Þjóðhátíið án aukaefna. Þannig að við hittumst á átta stöðum í bænum!

Við þökkum líka Hópbílum fyrir aðstoðina

Hér eru nokkrar myndir og video, - tekin á síma - en gefa ágæta hugmynd! Þetta er tekið á stéttinni við Flensborg!
Og það sést vel hversu margir voru - allt í allt mátti búast við um hundrað frá okkur, svo voru krakkar úr Stekkjarhvammi, Kató og Öldutúnsskóla. Úr þessum þremur skólum mátti búast við um 700 manns í allt. 800 manns er allnokkuð!
Til hægri má sjá Guðmund Rúnar Árnason, bæjarstjóra og fleiri gesti frá bænum.





Þetta myndskeið sýnir stemminguna - leikskólabörnin syngja en upptökutækið er ekki gott!.

Hér eru allir að synga Höfuð, herðar, hné og tær!


Ávaxtalagið náðist ekki, en er m.a. hér.

1 ummæli:

  1. Frábært framtak og gaman hvað þátttakan var góð! :)

    Helga Dröfn

    SvaraEyða