Ég hef oft leyft mér að hafa þá skoðun að verðtryggingin á Íslandi sé vítahringur sem ekki eigi sér nokkra réttlætingu. Ástæðurnar (m.a.)?
1. Ef ríkið hækkar laun opinberra starfsmanna, eykur álögur á tóbak eða bensín o.s.frv. þá fer vísitalan upp, lánin hækka o.s.frv.
2. Þetta er fölsk tilfærsla eigna. Betra væri að stunda ábyrga hagstjórn og standa vörð um verðmæti landsins en búa til falska öryggistilfinningu og lakari gjaldmiðil.
3. Sveiflur krónunnar þýða alltaf tap eða hagnað sem er falshugmynd. Ef krónan er sterk, þá ,,tapa" útflutningsgreinar en innflytjendur standa vel, verðlag er lægra en krónan verðmætari. Ef krónan er veik þá græða útflytjendur því þeir fá svo margar krónur per t.d. dollar. Að vísu ónýtar krónur en fleiri. Þá fer verðbólgan á flakk, neysluverð hækkar og almenningur líður fyrir.
Ég hef oftar en einu sinni sýnt það á þessu bloggi hversu óstjórnlega vitlaus gjaldmiðill krónan er. Hún þjónar þröngum hagsmunum en ekki almenningi.
En fyrst. Hagstofan upplýsir að verðtrygging, í núverandi formi, hafi verið tekin upp árið 1979 en þá ,,reiknaði Seðlabanki Íslands út samsetta lánskjaravísitölu sem reist var á þágildandi framfærsluvísitölu og byggingarvísitölu. Þessari aðferð var breytt árið 1989 er launavísitölu var bætt við. Árið 1995 voru sett lög um vísitölu neysluverðs, nr. 12/1995 og leysti hún vísitölu framfærslukostnaðar af hólmi. Þá var jafnframt ákveðið með lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, að nota vísitölu neysluverðs eina til verðtryggingar."hagstofa.is
Landsbankinn bætir um betur á vef sínum en þar segir: ,,Segja má að verðtrygging eigi sér aldalanga sögu hér á landi. Áður
fyrr var oft talað um kýrverð eða lambsverð sem er n.k. verðtrygging.
Fyrstu verðtryggðu lánin samkvæmt nútímaskilningi komu hins vegar fram á
Íslandi árið 1955.
Árið 1979 voru sett lög um verðtryggingu sem nefnd eru Ólafslög
í daglegu tali, eftir Ólafi Jóhannessyni sem þá var forsætisráðherra.
Með þessum lögum varð verðtrygging almennari þar sem almenningur gat
lagt inn á verðtryggða reikninga og á móti voru veitt verðtryggð lán.
Töluverðar breytingar hafa orðið á því við hvaða vísitölu er miðað þegar fjárhæð er verðtryggð:
Samkvæmt lögum um verðtryggingu (38/2001) má einungis nota vísitölu
neysluverðs (sem áður kallaðist framfærsluvísitala) til verðtryggingar
lánsfjár eða sparifjár. Fram til 1. apríl 1995 var verðtrygging peninga
hins vegar oftast miðuð við svokallaða lánskjaravísitölu, sem var
samsett úr þrem vísitölum: Framfærsluvísitölu, byggingarvísitölu og
launavísitölu. Vægi þeirra í lánskjaravísitölunni var jafnt. Þetta var
sá grunnur sem gilti frá 1. janúar 1989 til 31. mars 1995. Enn áður var
grunnurinn sá að framfærsluvísitalan gilti 2/3 á móti 1/3
byggingarvísitölu.
Vegna eldri samninga sem enn eru í gildi og fylgdu lánskjaravísitölu
er hún notuð, en frá og með apríl 1995 hefur hún tekið sömu
hlutfallsbreytingum og vísitala neysluverðs." landsbanki.is
En hver hefur þróunin verið?
Hér koma þrjár myndir - unnar af vef Hagstofunnar og ekkert átt við þessar tölur nema þær voru settar í hlutföll.
Þessi fyrsta, sem mun sjást betur hér að neðan sýnir verðlagsþróun á saltfiski, mjólk, eggjum og kaffi frá 1914 til 1979.Samkvæmt henni virðist allt hafa verið mjög stabílt til um 1965 þegar allt fer upp og lóðrétt frá 1970.
Ég hef áður sýnt fram á hrun krónunnar.
Það er ákveðið fals samt í þessu dæmi..
Á árunum frá fyrra stríði til loka þess síðara komu tvö mjög alvarleg verðbólguskot. Þau sjást á þessari mynd hér. Við sjáum að skotið í fyrra stríðinu var minna en í því síðara.
Í kjölfar þessa var verðtryggingu komið á af alvöru, segir Landsbankinn, árið 1955. En að fullu 1979.
Og þá fyrst varð fjandinn laus. Þegar skoðuð eru árin frá 1950 til 1979 má sjá að tímabilið frá 1950-65 var bara farsæld og fjólur en var það vitaskuld ekki. Sama gilti um árin frá 1914-1950 eins og áður er sýnt. Miklar verðsveiflur en verðsveiflurnar voru bara litlar miðað við næstu hamfarir.
Sem eru hér. Þess var líka ofar.
Og hér er öldin aftur til 1979. Og því spyr ég mig í fáfræði mnni rétt eina ferðina - hvað græðum við á krónunni, á verðtryggingunni og hagsmunapotinu?
Ég leit á þessa síðu og sá að Bandaríkjadalur hefur líka rýrnað. Kaupmáttur dollarans frá 1774 er jafnvirði fjögurra centa en það þýðir að kaupmáttur nútíma dollarans er 4% af því sem hann var. Ef við miðum við árið 1920 þá er verðgildi nútíma dollara 4 cent en þá var hann 39 cent af dollara frá 1774. Það þýðir að nútíma dollar vegur 10% af dollara fra 1920.
Íslenska krónan er á sama tíma um 0,045% af krónunni frá 1920. Hún hefur rýrnað margfalt meira en dollari. Sem sé: 10% versus 0,045%.
Eins og ég segi stundum. Do the math.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli