Hvað er klukkan núna? Spurði ég Siggu, sem svaraði
þreytulega, Einni mínútu meir en þegar þú spurðir síðast. Hljómaði ekki vel! En
svo kom Ásta Sigrún og við lögðum í hann. Nú er ég ekki aðdáandi þess að vera
kominn snemma á Keflavík en ég var algjörlega varnarlaus gagnvart því að það var
EKKERT að gera, engin röð, manni fagnað eins og týnda syninum við tékk-innið...
Það tók um tvær mínútur frá því við renndum í hlað og þangað til ég var beðinn
að fara úr skónum uppi.
Sigga glotti að vísu þegar svitalyktarþefjandi öryggisvörður
lét mig standa á kassa og þreifaði mig upp úr og niðrúr. Mér leið eins og
sýningargrip en kona sagði afsakandi að ég væri í úrtaki. Ég vonaði að ímynd þess væri svona en það er líklega whishful thinking, - sagði Sigga.
Alla vega var svo sem ekkert mál að bíða þarna og svo var
farið út um Schengen hliðið út að hliði 35 og um borð í hálftóma vél Iceland
express sem var tilbúin til brottfarar tímanlega og lenti 20 mínútur á undan
áætlun á Stansted eftir ljúft flug. Meira að segja allir brandararnir mínir um
Klemmuflug hf voru mjög „out of order.“ Að vísu var tékkneska yfirflugfreyjan
verulega umsvifamikil en það var ekki til vandræða.
Við skutumst svo í gegnum Stansted og gettu hver var tekinn
af sjálfvirka landamæraeftirlitinu nema ég. "Just a random check sir!" Sagði glaðbeittur
vörðurinn en það var alla vega ekki þreifað á málinu að þessu sinni if you know
what I mean!
Lestin bar okkur skjótt á leiðarenda og þar, á Tottenham
Hale, beið Katrín frænka á bílastæðinu með útbreiddan faðminn.
Við sátum og slúðruðum smá en svo var það sófinn góði og ég vona
bara að Hrafnhildur hafi sofið fyrir hrotunum í mér!
Jæja þá hefur maður aftur eitthvað að lesa á kvöldin:D
SvaraEyða