13.7.12

Algjörlega frábær dagur


Það væsir ekki um gestina í Combe cottage. Þvílíkar og aðrar eins mótttökur! Þau bera okkur á höndum sér.
Í dag var lagt í hann og stefnan tekin á Cumbriu. Víð fórum um þessar fallegu sveitir sem einkenna Norðymbraland og Cumbríu og létum ekki af akstri fyrr en komið var til Alston. Alston er afar gamall bær en byggð þarna í dalnum er talin frá steinöld um 2000 árum f. Kr. Það sem gerir svæðið eftirsóknarvert er einkum blý sem þarna var unnið. Alston er talið afbökun gamals nafns en hann hét á miðöldum m.a. Aldeneby sem er talin afbökun orðins Hálfdánarbær.
Þarna er bútur frá gömlu eimreiðunum og afskaplega fallegur bær sem situr í brattri fjallshlíð.
Alston er sagður sá bær eða þorp sem hæst stendur enskra þorpa.

Við fengum okkur spassitúr um bæinn sem er að hluta mjög gamall og þarna er pöbb sagður frá 1679. Tyrkinn. The Turk.
Hérna sitja þau Sheila og Robin og við að fá okkur nesti því nú átti að ganga.

Ætlunin var að ganga bút úr Pennína veginum en það er leið sem liggur frá Miðlöndunum norður undir Skotland sem er á þriðja hundrað kílómetra,- en við ætluðum bara bút.

Það var farið um fjölbreytt landslag.

Og sumstaðar þurfti að klofa.
Þetta er nú svolítið íslenskt sagði Sigga...
Og sumir fundu sér sitthvað við að vera...










Við þurftum að fara yfir engi og tún sem voru gegnsósa eftir rigninguna...
















Svo galt maður hliðskatt með ánægju!









 Sigrðaist á torfærum...










  Eða fór bara eftir nefinu (korti)
















Leiðinni var heitið í rústir af rómverksum kastala eða virki en þeir herramenn tóku sér land í slíkt á annari öld e. Kr.








Myndirnar sýna ekki margt en þetta er stórmerkilegur staður að koma á.

Þarna sést gömul rómersk braut í brekkunni.


Ég, Sheila og Sigga í rómversku virki.













Þessar dönsuðu fyrir okkur






Hér erum við á heimleiðinni (sjáið þetta bláa í skýjunum)...



Besta kompaníiið - Sheila,Sigga,Robin.
Sól!
Að þessu sögðu og gerðu er rétt að komi fram að leiðin sem við fórum var 12 km um fjallendi,forað og frábæra staði með algjörlega brill fóki!

Á morgun verður væflast um Newcastle og óvíst að af því fari sögur!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli