13.7.12

Home sweet home!

High Belthorp minnti helst á gamla góða Cloud house þar sem við bjuggum í, í Nottingham. Þetta er sveitabær í eigu hjóna frá Nýja Sjálandi og karlinn afar söguglaður. En móttökur frábæarar og þetta var sveitabær í fullum rekstri, allt heimaræktað sem etið var!
 Smá útsýni!

Þarna voru hestar og endur og páfuglar og hundar og hvað eina. Eina sem kvartað var yfir var sumarið en engin blóm var að sjá á ávaxtatrjánum.
Að því búnu var stefnan tekin norður.
Við fórum um Stamford Bridge, - ekki London, heldur í Yorkshire. Sögufrægur staður. Þar barðist Haraldur Guðvinason við víkinga og hafði frægan sigur. Örfáum vikum síðar þurfti hann að mæta til Hastings og berjast við Normandybúa um ríki sitt og féll.


Þegar við voru komin til Tow Law sagði ég Siggu að þagga niður í Daníel - nú rata ég! Það er ekki mikið meira að segja í bili.
Þetta er Corbridge! Corbridge, Corbridge.

 Og þetta!
Og hér er Sigga á Englinum!
Við renndum við hjá Jim og Dot og hittum stelpurnar á pósthúsinu, - sem báðu fyrir kveðju til Kalla! Röltum um bænn og tókum púls á mannlífinu.
Lífið var gott.





Hér er ég að hugsa til þess tíma sem fór í að geta ekki setið á Englinum! Öll þessi ár!

 Og hér er ég afskaplega ánægður á Englinum!
 Síðan renndum við til Sheilu og Robin sem gógu okkur með kostum og kynjum og  meira af því síðar!
Þessi heitir Tómur stóll á Englinum!
Meira á eftir - það var ævintýri í lagi!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli